Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 17:00

Viðtalið: Sasha Wendland frá Þýskalandi

Cádiz Cup fór fram á Arcos Gardens 5. maí 2011. Cádiz Cup er boðsmót og voru Heimsferðir og Golf1.is voru fulltrúar Íslands, þ.e. var boðin þátttaka í  3 daga ferð, þar sem m.a. var boðið upp á Flamenco dans, sem er stór þáttur í menningu Cadiz og reyndar alls Andaluciuhéraðs, sem og spil á nokkrum helstu golfvöllum Cadiz alla 3 dagana.

Hápunktur ferðarinnar var Cádiz Cup boðsmótið, sem fram fór á hinum ægifagra Arcos Gardens golfvelli. Frá golfvellinum er m.a. eitt fallegasta útsýni yfir „hvíta bæinn” Arcos de la Frontiera.

Þetta var kært tækifæri til þess að stækka tengslanetið og kynnast starfsbræðrum og systrum um alla Evrópu, sem öll starfa við að skrifa um golf og hafa breiða þekkingu á kylfingum og golfíþróttinni almennt, eigendum og framkvæmdastjórum ferðaskrifstofa, víðsvegar um Evrópu, sem bjóða upp á golfferðir til Cadiz og völdum framkvæmdastjórum golfvalla í Cadiz, sem einnig var boðin þátttaka í mótinu. Tekin voru 7 viðtöl við þátttakendur Cádiz Cup og hafa 5 nú þegar birtst. Hér birtist 6. og næstsíðasta viðtalið við Þjóðverjann, Sasha Wendland:

Nafn: Sasha Wendland.

Hvar fæddistu?  Í München, 21. febrúar 1965.

Hvar ertu alinn upp?  Í München, Þýskalandi.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður?  Ég er einn og á engin börn.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?   2007

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég hafði bara áhuga- var að hætta í tennis og varð að finna mér eitthvað annað að gera.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Ég kann vel við hvorutveggja

Hvað eru margir golfvellir í Þýskalandi? Ég veit það ekki ég giska á að þeir séu svona 600-800 (Góð ágiskun hjá Sasha því skv. skýrslu KPMG eru golfvellir í Þýskalandi árið 2011, 708 talsins, en í Þýskalandi eru næstflestir golfvellir í Evrópu á eftir Bretlandseyjum og Írlandi, þar sem golfvellir eru 2989)

Schloß Maxlrein í Bayern í Þýskalandi.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur þinn í Þýskalandi? Golfclub Schloß Maxlrein, hjá Chiemsee í Bayern, Þýskalandi.

Frá golfvelli Golf Club Schloß Maxlrein, uppáhaldsgolfvelli Sasha Wendland.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Costa GC Adeje í Tenerife.

Costa Adeje GC á Tenerife er uppáhaldsgolfvöllur Sasha Wendland.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?    Abama á Tenerife vegna útsýnissins og nálægðar við sjóinn – svo er bara gaman að spila golf á eyju.

Abama golfvöllurinn á Tenerife er sérstæðasti golfvöllur sem Sasha hefir spilað.

Hvað ertu með í forgjöf?   35

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?   Ég man það ekki.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Já, tennis.

Þetta er kannski steríótýpísk spurning – en sem Þjóðverji hefir þú áhuga á fótbolta og ef svo er hvert er uppáhaldsliðið þitt í þýska boltanum? 1860 München.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er flest sem er grillað; uppáhaldsdrykkur: bjór; uppáhaldstónlistin mín er rock; uppáhaldkvikmyndin: Fílamaðurinn og uppáhaldsbókin er Der Medicus.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndur 1 þýskan kvenkylfing og 1 þýskan karlkylfing?  Ég er nær Angelu Merkel en nokkrum kylfingi – (Sasha er að svara út í hött; það sem hann á við er að hann eigi engan uppáhaldskylfing – auk þess er Angela Merkel ekki í uppáhaldi hjá honum pólítískt séð).

Hver er í uppáhaldi hjá þér af alþjóðlegum kylfingum? Ég hef bara aldrei hugsað út í það.

Hver er uppáhaldskylfan þín? Það er 7-járnið.

Hvað finnst þér best við golfið?  Landslagið, mér líkar við golfvelli, ég vil finna fyrir einhverju góðu í hjarta mér þegar ég horfi á fallegt landslag. Ég vil verja tíma í fallegu landslagi og svo líkar mér vel við fólkið sem stundar golf, fólk sem kennir mér og þekkir til golfíþróttarinnar.

Tekurðu eftir auknum áhuga í Þýskalandi á golfi? Kannski, nei ekki virkilega þannig að ég verði var við það. Það er litið á golf í Þýskalandi, sem íþrótt ríka mannsins og það eru satt best að segja ekki margir sem hafa efni á að stunda  golf og t.d. borga að staðaldri € 50 evrur (8.500,- íslenskar krónur) fyrir golfhring.

Að lokum: Hvert er meginmarkmiðið í lífinu?  Að vera halda heilsu og vera heilbrigður.