Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 08:00

GSG: Hafþór og Birgir sigruðu í Páska-Texas Scramble Golfklúbbs Sandgerðis

Í gær, laugardaginn 5. apríl fór fram Páska Texas Scramble hjá Golfklúbbi Sandgerðis. Góð þátttaka var og voru 66 lið eða 132 kylfingar skráðir til leiks. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Hafþór Barði Birgisson og Birgir Arnar Birgisson 62 2. sæti Daníel Einarsson og Sigríður Erlingsdóttir 63 3. sæti Hrafnhildur Óskarsdóttir og Jens Guðfinnur Jensson 63 4. sæti Svanur Jónsson og Ingvar Jónsson 64 5. sæti Jónatan Már Sigurjónsson og Sigurjón Kristjánsson 64   Næst holu: 2. hola Ragnar Már Garðarsson 8. hola Tinna Jóhannsdóttir 9. hola Halldór Oddson 15. hola Birgir Birgisson 17. hola Þorvaldur Kristleifsson

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 07:00

The Masters 2012: Lee Westwood leiðir með 1 höggi eftir 1. dag

Það er Lee Westwood sem leiðir að loknum 1. hring á The Masters risamótinu, sem hófst á Augusta National í gær.  Lee fékk 7 fugla og 2 skolla. Fuglarnir komu á par-5 2. brautina (Pink Dogwood); par-4 5. brautina (Magnolia); par-3 6. brautina (Juniper);   par-4 7. brautina (Pampas)  ; par-5 8. brautina (Yellow Jasmine); par-5 13. brautina (Azalea); par-4 17. brautina (Nandina). Sjá lýsingu Golf 1 á brautunum HÉR:  Lee fékk líka 2 skolla: á 4. braut þar sem hann missti stutt pútt fyrir pari og á 10. braut, sem margir áttu í erfiðleikum með. Sjá má viðtal við Lee eftir 1. hring HÉR:  Í viðtalinu sagði Lee m.a.: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 20:15

GS: Myndasería og úrslit úr Gullmótaröðinni nr. 1 – Björgvin og Hjörleifur urðu efstir

„Maður er bara svolítið lúinn“ sagði maðurinn á bílaplaninu þegar verið var að pakka settinu í bílinn að leik loknum í 1. móti Gullmótaraðarinnar í Leirunni í dag.  Spilað var í „fínasta Leirulogni“ og ekki nema von að menn væru lúnir.  Þátttakendur í mótinu voru 154 og 136 luku leik.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar Hér má sjá nokkrar myndir úr: GULLMÓTARÖÐ NR. 1 Úrslit í höggleiknum: 1 Björgvin Sigmundsson GS 1 F 37 36 73 1 73 73 1 2 Guðni Vignir Sveinsson GS 3 F 37 37 74 2 74 74 2 3 Daníel Hilmarsson GKG 5 F 39 36 75 3 75 75 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 20:13

Gullmótaröðin nr. 1 hjá GS – 5. apríl 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 15:00

GS: Hólmsvöllur í Leiru opinn yfir páskana!

Á heimasíðu Golfklúbbs Suðurnesja er eftirfarandi frétt: „Hólmsvöllur í Leiru verður opinn á sumarflatir um páskana. Kylfingar geta spilað alla páskana, vallargjald er kr 2.500 kr og hægt er að bóka rástíma á golf.is. (ath. vinavallarsamningar eru ekki í gildi). Einnig mun æfingasvæði GS vera opið um páskana, hægt er að kaupa pening eða kort í boltavélina í golfverslun GS.“ „Golfbílar eru ekki leyfðir á Hólmsvelli að sinni. Ákvörðun um golfbílanotkun verður tekin næst 10.apríl n.k“ Í dag hófst síðan fyrsta mót Gull-mótaraðarinnar og hefir verið ræst út í allan morgun frá kl. 8-14. Glæsileg verðlaun eru frá Ölgerðinni fyrir efsta sæti í  höggleik án forgjafar og fyrir þrjú efstu sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2012

Það er Halldór X Halldórsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Halldór er fæddur 5. apríl 1976 og er því 36 ára í dag. Hann á sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, nákvæmlega upp á ár! Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum s.l. sumar, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg);   Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi,  27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 högg) og þá er aðeins fátt eitt talið af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 11:00

The Masters 2012: Hundurinn gleypti aðgöngumiðana á Masters

Russ Berkman frá Seattle komst sér til skelfingar að því að Sierra, svissneski alpahundurinn hans hafði gleypt fjóra miða á Masters, sem hann hafði unnið í happdrætti. Ástæða þess var  að öllum líkindum…. að hundinum fannst þeir (miðarnir) hljóta of mikla athygli eigenda sinna. Nú voru góð ráð dýr!  Sierra var gefið uppsölulyf og síðan tókst að pússla saman um 70% miðanna. Þar sem Berkman og kærestu hans þótti það hins vegar óvænn kostur að ráfa um grænar brautir Augusta National með hálftuggna og melta aðgöngumiða um hálsinn sem lyktuðu þar að auki að hundaælu, þá var snarast haft samband við mótsstjórn Masters.  Eftir að henni (mótsstjórninni) hafði verið gerð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 07:00

The Masters 2012: Mastersmótið hefst í dag!

Mastersmótið hefst í dag á Augusta National golfvellinum í Georgíu, en þar keppa með sér 50 bestu kylfingar heims, auk nokkurra annarra sem keppnisrétt eiga en í þeim flokki eru m.a. fyrrverandi sigurvegarar The Masters. Myndin með fréttinni er tekin af ungum kylfingi, en yfirmenn Augusta National eru að reyna að skapa aukinn áhuga meðal krakka á aldrinum 8-16 ára með því að bjóða þeim að fylgjast með Masters frítt.  Milljónir annarra um heim allan fylgjast síðan með gangi mála á Augusta National í sjónvarpi. Krakkinn á myndinni er í táknræna græna lit Masters, en keppt er um heiðurinn að fá að klæðast Græna Jakkanum, sem verðlaunhafinn fær síðan að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 20:00

Golfvellir í Rússlandi (4. grein af 9): Golf Club Kazan

Golf Club Kazan opnaði dyr sínar fyrir golfspili 1. júní 2008 og er því glænýr glæsilegur golfvöllur, um 30 km frá bænum Kazan. Á svæðinu er bæði að finna 18 holu og 9 holu æfingavöll. Framkvæmdaraðilar að byggingu golfvallarins er JSC Golf Kazan og byggðir voru þessir fallegu vellir ásamt fyrsta flokks æfingasvæði meðfram bökkum Volgu. Arkitekt vallarins var Peter Harradine hjá Harradine Golf.  Af vellinum er gullfallegt útsýni yfir sögulega Sviyaga kastalann og klaustur sem Ívan grimmi lét byggja. 18 holu völlurinn er 6600 metrar af öftustu teigum. Upplýsingar: Heimilisfang: 422595 Kazan, Tatarstan, Rússland. Sími: +7-919-625-1515

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (14. grein af 20) – Maude-Aimee Leblanc og Sandra Changkija

Í kvöld verða þær 2 stúlkur kynntar sem deildu með sér 7. sætinu á Q-school LPGA, í desember á s.l. ári en það eru : T7 Sandra Changkija   (Orlando, Fla.) 73-72-72-73 – 70 – 360 (E) $2,650 Maude-Aimee Leblanc   (Sherbrooke, Canada) 75-71-71-71 – 72 – 360 (E) $2,650 Byrjum á kanadísku stúlkunni Maude-Aimee Leblanc: Maude Aimee Leblanc fæddist 14. febrúar 1989 og er því 23 ára. Hún byrjaði að spila golf 5 ára. Hún segir pabba sinn hafa verið þann aðila sem hafði mest áhrif á golfferil sinn.  Meðal áhugamála utan golfsins er að spila tennis, horfa á kvikmyndir, verja tíma með fjölskyldu og vinum og fara í vínsmakkanir. Hún Lesa meira