Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 23:50

The Masters 2012: Fred Couples og Jason Dufner deila 1. sætinu þegar The Masters er hálfnað

Það eru Fred Couples og Jason Dufner, sem deila 1. sætinu þegar The Masters er hálfnað. Báðir eru búnir að spila á samtals -5 undir pari, samtals 139 höggum; Couples (72 67) og Dufner (69 70).

Þriðja sætinu deila 5 kylfingar: Lee Westwood, Louis Oosthuizen, Rory McIlroy, Sergio Garcia og Bubba Watson, allir 1 höggi á eftir forystunni, á samtals -4 undir pari, samtals 140 höggum hver.

Áttunda sætinu deila 3 kylfingar Paul Lawrie, Matt Kuchar og Miguel Angel Jimenez á -3 undir pari, samtals 141 höggi.

Martin Kaymer komst loks í gegnum niðurskurð, en honum hefir ekki áður tekist það, enda hentar Augusta National spilastíl hans ansi illa.  Kaymer deilir 40. sætinu ásamt 6 kylfingum, þ.á.m. Tiger Woods.  Báðir spiluðu þeir og hinir 5 á +3 yfir pari, 147 höggum samtals; báðir á (72 75).

Nokkrir góðir komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. frábæra, spænska sleggjan Alvaro Quiros, Englendingurinn Paul Casey, fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup; José Maria Olazabal.

Loks mætti geta þess að  Jason Day hætti keppni í dag vegna meiðsla á fæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir þegar The Masters er hálfnað smellið HÉR: