Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir og lið UNCG í 11. sæti á Bryan National Collegiate mótinu

Í gær birtist frétt þess efnis að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir væri í 2. sæti í Bryan National Collegiate mótinu, sem fram fer á Bryan Park Players golfvellinum í Greenboro, Norður-Karólínu.  Þátttakendur eru 93 kylfingar frá 17 háskólum.

Það sem ekki kom fram í frétt gærdagsins er að gestgjafi mótsins er University of North Carolina at Greensboro (UNCG), sem er háskólinn þar sem Berglind Björnsdóttir, GR  stundar nám og spilar með golfliði skólans.

Berglind er að sjálfsögðu með í mótinu og spilaði í gær á +7 yfir pari, 79 höggum og deilir sem stendur 63. sætinu með 8 öðrum, þ.á.m. Courtney Taylor liðsfélaga sínum.

Lið UNCG er í 11. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Berglindi góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna á Bryan National Collegiate mótinu eftir 1. dag smellið HÉR: