Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 09:00

The Masters 2012: Phil Mickelson bjartsýnn þrátt fyrir slælega byrjun á 1. hring Masters

Phil Mickelson tók „Tarzan“ á þetta þegar hann kom inn á +2 yfir pari, 74 höggum á fyrsta hring The Masters í Augusta National.

Hinn 41 ára Bandaríkjamaður (Mickelson) fékk skramba, 7 högg á par-4 10. brautina (Camelia) – erfiðustu braut The Masters í gegnum tíðina –  Hún hefir reynst öllum erfið í þessu blautviðri sem er í Augusta… t.a.m. fékk Lee Westwood fékk annan af báðum skollum sínum á 10. braut á 1. hring.

Hins vegar fékk Phil líka fugla á 15.braut!!!!  (sjá um það nýlega grein Golf 1 HÉR: ) og 18. braut, sem juku líkurnar á að hann komist í gegnum niðurskurð, en hann hefir aðeins 1 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð í þau 20 skipti sem hann hefir tekið þátt.

„Ég vissi ekki að þeir væru með svona frumskóg þarna (Augusta). Klikkað, […],“ sagði örvhenti kylfingurinn, líka nefndur Lefty, sem vann mótið  2004, 2006 og 2010.

„Lykillinn var að komast í gegnum  11. og 12. braut,  fá pör og reyna að  komast undir á par-5 unum.“

„Ég fékk tvo (fugla) á seinni 9 þegar ég kom inn, þannig að eins illa og ég spilaði og þessi slælegu högg og mistök, þar sem ég missti færin á röngum stöðum, þá er ég þrátt fyrir það enn hér.“

„Og með „heitum“ hring á morgum, þá sný ég aftur í helgarspilið. Ég veit að ég hef verið að spila vel þannig að ég ætla dúndra á þetta á morgun og sjá hvort mér tekst það (að komast gegnum niðurskurð).“

Heimild: Sky Sports