The Masters 2012: Peter Hanson í forystu fyrir lokahring Mastersmótsins
Það er Svíinn Peter Hanson, sem er í forystu fyrir lokahring The Masters. Hanson var á lægsta skorinu í gær, á 3. hring The Masters, 65 höggum. Hanson fékk 8 fugla og 1 skolla á 1. braut. Hanson er búinn að spila á samtals -9 undir pari, samtals 207 höggum (68 74 65). Á hæla Hanson er Phil Mickelson, aðeins 1 höggi á eftir. Mickelson fékk 4 fugla (m.a. einn á 15. braut!) og einn örn!!! og það á þeirri þriðju af „Amen Corner“ (Azalea), Alparósarbrautinni. Samtals er Mickelson búinn að spila á samtals -8 undir pari, samtals 208 höggum (74 68 66). Í 3. sæti er Louis Oosthuizen, á Lesa meira
GG: Heimamenn – Kristinn Sörensen og Haraldur H Hjálmarsson sigruðu á Skálamóti II
80 kylfingar léku í öðru Skálamóti GG Það voru 80 kylfingar sem tóku þátt í öðru Skálamóti Golfklúbbs Grindavíkur sem fram fór í gær, laugardaginn 7. apríl 2012, á Húsatóftavelli. Mikil þoka var á Húsatóftavelli í morgun og eftir hádegi fór að rigna sem gerði aðstæður nokkuð erfiðar. Völlurinn var engu að síður í afar góðu ásigkomulagi og hældu kylfingar vellinum hásterkt. Í höggleik var það Kristin Sörensen úr GG sem fór með sigur af hólmi en hann lék á 75 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari. Halldór X Halldórsson úr GKB og Arnar Unnarsson úr GR urðu höggi þar á eftir. Í punktakeppninni var það Haraldur H. Hjálmarsson sem sigraði Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 5. sæti á Bryan National Collegiate eftir 2. dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk nú fyrir skemmstu við að spila 2. hring á Bryan National Collegiate mótinu. Hún er samtals búin að spila á -1 undir pari, samtals 143 höggum (71 72). Frábær árangur hjá Ólafíu Þórunni! Ólafía Þórunn deilir 5. sætinu með Fanny Knops, liðsfélaga Berglindar Björnsdóttur, GR, sem líka spilar á mótinu. Reyndar er University of North-Carolina, skóli Berglindar, gestgjafi mótsins. Berglindi gekk ekki samkvæmt vonum í dag; er T-87, búin að spila á +21 yfir pari, samtals á 165 höggum (79 86). Wake Forest er í 7. sæti og UNCG í 12. sæti. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni og Berglindi góðs gengis á morgun! Til þess að Lesa meira
GÞH: Björn Pálsson og Sigurpáll Geir Sveinsson sigruðu á Páskamóti Hellishóla – Myndasería
Það voru 29 manns sem luku leik í Páskamóti Hellishóla í Fljótshlíðinni í dag. Þverárvöllurinn að Hellishólum er einhver best geymda perla í íslenskri golfvallarflóru – gríðarlega krefjandi og fallegur 18 holu golfvöllur, þar sem einkum reynir á staðsetningargolf og vatn kemur mikið við sögu. Svo skemmtilega vill til að hlaðan að Hellishólum er beint fyrir aftan 1. teig og ekki á hverjum degi sem hægt er að fara og sjá kindur komnar að burði, galandi hana og hænur, áður en haldið er á 1. teig! Vorið greinilega á næsta leyti. Stefán Stefánsson, meistaramatreiðslumaður ætlar að sjá um veitingar á Hellishólum í sumar, en Stefán var áður m.a. á Potturinn Lesa meira
Páskamót Hellishóla hjá GÞH, 7. apríl 2012
GMS: Úrslit í Páskaeggjamóti Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi
Í dag, laugardaginn 7. apríl 2012, var haldið páskaeggjamót Mostra í fínu veðri. Þátttakendur voru 17 og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið í karla og kvennflokki með og án forgjafar. Sigurvegarar voru: Í karlaflokki án forgjafar Margeir Ingi Rúnarsson á 35 höggum og Ólafur Þorvaldsson á 34 höggum með forgjöf. Í kvennflokki án forgjafar Helga Björg Marteinsdóttir á 51 höggi og Elísabet Valdimarsdóttir á 42 höggum með forgjöf. Einnig var dregið úr skorkortum.
Asíutúrinn: Shaban Hussin leiðir þegar ISPS Handa Singapore Classic er hálfnað
Það er víðar spilað golf en í Augusta. Á Asíutúrnum fer nú fram ISPS Handa Singapore Classic. Þegar mótið er hálfnað er það Shaban Hussin,frá Malasíu, sem er efstur en hann er búinn að eiga glæsihringi upp á samtals – 9 undir pari, 131 högg. Staðan þegar mótið er hálfnað er eftirfarandi: 1 6 Shaaban HUSSIN 66 65 -9 (131)* 2 1 Thaworn WIRATCHANT 61 71 -8 (132) 2 3 Daisuke KATAOKA 65 67 -8 (132)* 2 2 David LIPSKY 63 69 -8 (132) 5 6 Chinnarat PHADUNGSIL 66 67 -7 (133) 5 13 Javi COLOMO 67 66 -7 (133)* 5 6 Ron HARVEY Jnr 66 67 -7 (133)* 5 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 31 árs í dag. Suzann er nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna og þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 14 titla þ.e.: 8 á LPGA, 5 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Christie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009. Suzann hefir 6 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 og 2011) tekið þátt í Ryder Cup liði Evrópu og var lykilkona Lesa meira
The Masters 2012: Föðurhlutverkið gefur Bubba Watson nýja sýn á golfið
Bubba Watson er einn af þeim 5 kylfingum, sem deilir 3. sætinu þegar „The Masters“ er hálfnað. Eins og allir nýbakaðir feður er Bubba nú með nýja sýn á lífið en hann og eiginkona hans Angie ættleiddu 1 mánaðar lítinn prins sem hlotið hefir nafnið Caleb í síðustu viku. Bubba er miklu spenntari fyrir syninum en að hugsanlega vinna Græna Jakkann. „Ég var með alveg ágætis sýn á lífið en núna með krakka, þá sér maður að lífið snýst ekki bara um golf.“ sagði Bubba við blaðamenn í dag. „Ég hef alltaf haft þá trú og nú sannast bara að golf er það sem við höfum fyrir stafni.“ Watson ætlaði Lesa meira
Um 300 manns spila golf á 4 golfmótum í dag
Um 300 manns spila golf í 4 golfmótum víðsvegar um land í dag, 7. apríl 2012. Á Hlíðavelli þeirra Kilismanna, í Mosfellsbæ er haldið innanfélagsmót, sem 65 eru búnir að skrá sig í. Annað mótið í Gullmótaröð Suðurnesjamanna hjá GS fer fram í dag og eru 94 skráðir þar. Flestir eru skráðir í Skálamót II hjá GG, til styrktar byggingu nýs golfskála þeirra Grindvíkinga, eða 102 kylfingar. Loks er á Þverárvelli í Fljótshlíð haldið Páskámót Hellishóla hjá þeim Víði og Lailu í GÞH og eru 32 skráðir í það mót. Óljóst er síðan hvort mót fer fram í Vík í Mýrdal en búið var að blása til móthalds hjá GKV, Lesa meira







