
Fangi með lögreglustjórann í golftíma
„Hver segir að allar bestu golffrétirnar komi frá Augusta í þessari viku?
Í Los Angeles Times er grein um þjóf sem færður var úr miðbæjarfangelsinu í LA og út á Catalina Island og tók þar lögreglustjórann í golfkennslutíma. Fréttin í LA Times er eftirfarandi:
„Litla fangelsið á Catalina Island er ekkert á við hið alræmda Alcatraz. Spyrjið bara Frank Carrillo.
Atvinnukylfingurinn (Frank Carillo), sem jafnframt er dæmdur skartgripaþjófur trúði varla hversu heppinn hann var þegar hann var fluttur til úr drungalega klefanum sínum í miðbæjarfangelsi LA og leyft að verja tíma sínum á hinni sólríku túristaeyju (Catalina Island).
En það góða batnaði bara þegar hann hitti lögreglustjórann í Los Angeles County, sem hafði mikinn áhuga á að skafa nokkur högg af spili sínu.
Carrillo sagði að Capt. Jeff Donahue hefði fylgt sér á lögreglujeppanum á golfvöll á hæð einni s.l. sumar. Þar, klæddur í gula fangaklæðnaðinum sínum, sagði Carillo að hann hefði gefið lögreglustjóranum ráð hvernig hann gæti bætt sveiflu sína og lækkað tveggja stafa forgjöf sína.
En þessir ókeypis golftímar urðu Donahue engu að síður dýrkeyptir því hann sætir nú rannsókn vegna óviðurkvæmilegs samneytis við fanga.
Sjá má þessa góðu grein Robert Faturechi hjá LA Times með því að smella HÉR:
Heimild: Golf.com Sports Illustrated
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023