Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2012 | 11:00

The Masters 2012: Louis Oosthuizen líður vel í 2. sæti The Masters

Louis Oosthuizen var á góðu skori, 68 höggum og er í 2. sæti eftir 1. hringinn á Augusta. Eftir hringinn grínaðist hann engu að síður með það að hann væri súr yfir að hafa ekki jafnað lokaskor landa síns Charl Schwartzel.

Fyrir 12 mánuðum síðan fékk  Schwartzel  eftirminnilega 4 fugla á lokaholunum þegar hann nældi sér í fyrsta risamótsvinninginn og Oosthuizen tókst næstum að endurtaka afrek landa síns í gær (Skírdag – 1. dag The Masters).

Sigurvegari Opna breska 2010 (Oosthuizen fékk 4 fugla á síðustu 5 holunum, en hann varð að sætta sig við par á par-3 16. brautinni (Redbud – sem Skrúður á Garðavelli á Akranesi – 3. holan líkist svo mjög!).

En aftur að The Masters: Oosthuizen er í kjörstöðu – aðeins 1 höggi á eftir forystumanni 1. dags – Lee Westwood.

„Ég reyndi við þett (1. sætið), en það munaði 1 höggi!“ sagði hann við blaðamenn eftir hringinn. „Ég spilaði vel í lokinn, hitti mikið af brautum og var nálægt pinna og setti niður pútt.“

En hvað sem öðru líður þá þýðir brillíant byrjun Oosthuizen að næsta öruggt er að hann komist í gegnum niðurskurð í Augusta, í fyrsta skipti í 4 tilraunum.

Hinn 29 ára (Oosthuizen) viðurkennir að sér líði vel með leik sinn og ætli nú að einbeita sér að ví að reyna að berjast um 1. sætið sunnudagskvöldið.

„Mér leið vel á æfingasvæðinu og var að hitta boltann vel,“ hélt hann áfram. „Það er enn langur vegur framundan, en mér líður vel.“

„Þetta var virkilega góður hringur, kannski svolítið gloppóttur í byrjun en ég hélt bara áfram. Á þessum golfvelli verður maður að vera mjög þolinmóður.“

„Maður spilar í hverri viku til þess að komast í aðstöðu á seinni 9 á sunnudeginum til þess að sigra, þannig að það er stórt markmið að komast á 12. og 13. braut (seinni tvær brautirnar Golden Bell (12) og Azalea (13) ) í hinni frægu Amen Corner-þrennd) á sunnudaginn og kannski hafa færi á því að sigra.“

Heimild: Sky Sports