Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Guðmundsdóttir – 1. maí 2012
Það er Ingibjörg Guðmundsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingibjörg er fædd 1. maí 1964. Hún rekur golfvörufyrirtækið hissa.is, en fyrirtækið flytur inn ýmsar golfvörur sem sjá má hér: HISSA.IS Ingibjörg er gift Magnúsi Birgissyni, golfkennara og eiga þau 2 syni: Birgi Björn og Pétur Magnús. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ingibjörg Guðmundsdóttir Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aree og Naree Song 1. maí 1986 (26 ára); Stuart Appleby 1. maí 1971 (41 árs); Scott Gordon, 1. maí 1981 (31 árs) og Kirby Dreher (kanadísk – LPGA) 1. maí 1987 (25 ára stórafmæli !!! – sjá Lesa meira
GO: Rafn og Ágústa sigruðu á Opnunarmóti GO
Á sunnudaginn s.l. fór fram Opnunarmót GO. Alls luku 151 keppni, sem er góð þátttaka í fyrsta móti GO. Urriðavöllur kemur einstaklega vel undan vetri. Leikfyrirkomulag í mótinu var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna og 3 efstu sætin í karla- og kvennaflokki í punktakeppninni. Rafn Stefán Rafnsson sigraði í höggleiknum, þ.e.a.s. var á besta skorinu 71 höggi – Ágústa Kristjánsdóttir sigraði punktakeppnina var með flesta punkta allra þ.e. 39. Helstu úrslit urðu þessi: Höggleikur / karlar: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Rafn Stefán Rafnsson GO 1 F 32 Lesa meira
Luke Donald er aftur í 1. sæti á heimslistanum
Luke Donald er aftur kominn í 1. sæti á heimslistanum, en hann og Rory McIlroy, sem þessa vikuna er í 2. sæti hafa verið að hafa sætaskipti á toppnum undanfarin misseri. Munurinn milli þeirra er svo mjór að það þarf ekki meira til en að annar þeirra taki ekki þátt í móti – að hinn nái toppnum. Einmitt það gerðist nú um helgina. Luke Donald spilaði á Zürich Classic mótinu á TPC Louisiana golfvellinum í New Orleans og náði 3. sætinu, en Rory McIlroy tók ekki einu sinni þátt. Fyrir 3. sætið halaði Luke inn nægilega mörgum stigum til þess að skjótast fram fyrir Rory, en hann þurfti aðeins að Lesa meira
Arnór Ingi komst ekki inn á Wells Fargo mótið
Í gær, mánudaginn 30. apríl 2012, fór fram úrtökumót fyrir Wells Fargo mótið, sem er hluti af PGA mótaröðinni. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, komst í gegn á fyrra stigi úrtökumóts, þ.e. undanúrtökumótinu varð þá T-34 þegar hann spilaði á pari, 70 höggum, en niðurskurður var miðaður við +1 yfir pari. Í gær gekk ekki eins vel hjá Arnóri Inga. Hann spilaði á 79 höggum á lokaúrtökumótinu og varð í næstneðsta sæti eða T-87. Skorin í lokaúrtökumótinu voru mjög lág, en 4 efstu komust á Wells Fargo mótið. Í 1. sæti var Bryan Bigley frá New York á 64 höggum og í 2. sæti Patrick Reed frá Houston, Texas, á 65 Lesa meira
Golfvellir í Rússlandi (7. grein af 9): Pestovo Golf & snekkjuklúbburinn
Árið 2005 opnaði Pestovo Golf og snekkjuklúbburinn nálægt Pestovskoye í úthverfi Moskvu. Þetta er keppnisvöllur og svo skrítið sem það er þá er hann með einstök einkenni linksara. Golfvallararkítektinn er Englendingurinn Dave Thomas eða réttara sagt feðgarnir Dave og Paul Thomas. Um golfvöllinn sagði Dave: „Við reyndum að skapa krefjandi völl fyrir afrekskylfinga. Ég trúi því að við höfum náð að skapa jafnvægi sem hvetur og fullnægir kröfur kylfinga af öllum getu- og hæfileikastigum.“ Völlurinn er 7000 yarda með víðar og langar brautir umgefinn miklum og heylíkum karga. Flatirnar eru vel varðar af strategískt staðsettum sandglompum og vatnshindrunum. Völlurinn var hannaður nálægt uppistöðulóni á miklu, opnu svæði og vindur er nokkuð Lesa meira
Myndskeið: Falleg sveifla Ernie Els
Ernie Els tapaði í umspilinu gegn Jason Dufner á Zurich Classic mótinu nú um helgina…. en sveiflan hans er engu að síður ein sú fallegasta í golfinu og vel þess virði að horfa á og læra af. Hér í meðfylgjandi myndskeiði er sveifla Ernie sýnd hægt (í slo-mo (þ.e. ens.: slow-motion). Það er næsta öruggt að hann er ekki nema nokkur mót frá sigri! Til þess að sjá myndskeiðið með Ernie Els smellið HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sophia Sheridan – 30. apríl 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Sophia Sheridan. Sophia er fædd 30. apríl 1984 og því 28 ára í dag. Sophia er mexíkönsk frá heimabæ Lorenu Ochoa og helsta von Mexikana. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2006 eftir að hafa útskrifast frá University of California, Berkeley, þar sem hún spilaði golf öll 4 árin. Sheridan hefir m.a. spilað á LPGA 2007 og 2009, en spilaði á Futures/Symetra í fyrra 2011. Hún er ein af nýju stúlkunum sem hlutu kortið sitt á LPGA 2012 í gegnum Q-school og Golf 1 hefir fjallað um, sjá HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elín Guðmundsdóttir (54 ára) Lopapeysur Og Ullarvörur (32 ára) Voga Handverk (51 árs) Lesa meira
GL: Garðavöllur opnar með pompi og prakt – Einar Hannesson og Stefán Orri sigruðu á sameiginlegu móti GL & GR
Á golf.is er eftirfarandi frétt: „Garðavöllur opnaði með formlegum hætti með mótinu og verður völlurinn opinn eingöngu fyrir félagsmenn GR og GL næstu daga. Óhætt er að segja að Garðavöllur hafi skjaldan komið eins vel undan vetri eins og nú. Við bendum félagsmönnum á að bílaumferð er leyfð á vellinum. Skráning í rástíma fyrir næstu daga fer fram á www.golf.is og í síma 585-0200. Blíðskaparveður var á keppendur (í gær, 29. apríl 2012) og tóku alls 142 kylfingar þátt í mótinu. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins. Úrslit urðu eftirfarandi: Flokkur Lesa meira
GG: Tinna Jóhanns vann höggleikinn í Skálamóti nr. 5 á 69 höggum!
Í gær fór fram Skálamót nr. 5 – Smiðshöggið! til fjáröflunar fyrir nýjan golfskála þeirra Grindvíkinga. Alls voru 115 skráðir til leiks og luku 108 mótinu, þar af 8 konur. Veðrið var fyrirtaks snemmsumarsveður á Íslandi. Flatirnar á Húsatóftavelli voru að sögn fyrsta flokks. Leikfyrirkomulag var bæði höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Helstu úrslit urðu þau að Tinna Jóhannsdóttir, GK, sigraði í höggleiknum á 69 glæsilegum höggum eða -2 undir pari! Punktakeppnina vann Hafþór Örn Þórðarson, GS, ekki síður glæsilega, á 44 punktum! Helstu úrslit urðu annars þessi: Höggleikur án forgjafar: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn og Charlotte urðu T-2 í Atlantic 10 Championship
Atlantic 10 Championship mótið var stytt í 36 holu mót vegna mikilla eldinga og úrhellis rigningar á Heron Bay golfvellinum, í Coral Springs, Flórída í gær. Ólafur Björn Loftsson, NK og félagar í Charlotte fengu því aldrei tækifæri til þess að berjast um 1. sætið á lokahring mótsins s.s. stefnt var að. Skv. reglum mótsins voru úrslitin eftir 36 holur látin standa. Úrslitin eru því þau að Ólafur Björn lauk leik á +1 yfir pari, samtals 145 höggum (72 73) og deildi 16. sæti ásamt 2 öðrum. Ólafur Björn var á 3. besta skori liðs síns. Lið Charlotte háskóla deildi 2. sætinu ásamt Xavier háskóla. Þess mætti geta að liðsfélagi Lesa meira






