Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn og Charlotte urðu T-2 í Atlantic 10 Championship

Atlantic 10 Championship mótið var stytt í 36 holu mót vegna mikilla eldinga og úrhellis rigningar á Heron Bay golfvellinum, í Coral Springs, Flórída í gær.

Ólafur Björn Loftsson, NK og félagar í Charlotte fengu því aldrei tækifæri til þess að berjast um 1. sætið á lokahring mótsins s.s. stefnt var að. Skv. reglum mótsins voru úrslitin eftir 36 holur látin standa.

Úrslitin eru því þau að Ólafur Björn lauk leik á +1 yfir pari, samtals 145 höggum (72 73) og deildi 16. sæti ásamt 2 öðrum. Ólafur Björn var á 3. besta skori liðs síns.  Lið Charlotte háskóla deildi 2. sætinu ásamt Xavier háskóla.

Þess mætti geta að liðsfélagi Ólafs Björns, Raoul Menard vann einstaklingskeppnina og hlaut bæði medalist honors, þ.e. verðlaun fyrir að sigra mótið og var valinn nýliði ársins.

Raoul Menard - liðsfélagi Ólafs Björns, varð í 1. sæti.

Til þess að sjá úrslitin í Atlantic 10 Championship smellið HÉR: