Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2012 | 06:00

LPGA: Stacy Lewis sigraði á Mobile Bay LPGA Classic

Það var bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem sigraði á Mobile Bay LPGA Classic mótinu. Stacy spilaði á – 17 undir pari, samtals 271 höggi (68 67 67 69) og átti 1 högg á Lexi Thompson, sem átti frábæran lokahring upp á -7 undir pari. Lexi spilaði skollafrítt, fékk 7 fugla og spilaði því hringina fjóra á samtals -16 undir pari, 272 höggum (70 71 66 65). Telja verður næsta víst að slakt gengi á fyrstu 2 dögum hafi orðið til þess að Lexi fagnaði ekki 2. sigri sínum á LPGA. Í 3. sæti varð Karine Icher frá Frakklandi, á -15 undir pari, 273 höggum (72 65 66 66) og eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2012 | 05:00

PGA: Jason Dufner sigraði á Zürich Classic – hápunktar og högg 4. dags

Það var Jason Dufner, sem stóð uppi sem sigurvegari á Zürich Classic mótinu í Louisiana.Eftir hefðbundið 72 holu spil voru þeir Dufner og Ernie Els jafnir, báðir búnir að spila á -19 undir pari, samtals 269 höggum; Dufner (67 65 67 70) og Els (66 68 68 67).  Það þurfti því að koma til umspils milli þeirra og var 18. holan spiluð aftur og aftur þar til úrslit fengust.  Í fyrra skiptið fengu Dufner og Els báðir par, en í seinna skiptið vann Dufner þegar hann setti niður fuglapútt. Nr. 2 í heiminum, Luke Donald, varð nr. 3 á mótinu á samtals -17 undir pari, 2 höggum frá því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 20:00

Viðtalið: Einar Lyng Hjaltason, golfkennari

Það er Einar Lyng, nýráðinn golfkennari GKJ, sem situr fyrir svörum Golf 1 í kvöld. Hann hefir sinnt bæði golf- og skíðakennslu í vetur. Einar hefir kennt bæði hjá GOB og GHG í Hveragerði, þar sem hann er með eina fullkomnustu æfingaaðstöðu til golfkennslu. Sjá má grein Golf1 um Flight Scope tækið sem Einar er með og eins Putt Lab Sam 2010, þar sem má bæta púttstrokuna svo um munar HÉR:  Í vor hefir Einar verið fararstjóri á Spáni fyrir Vita Golf og var nú nýverið ráðinn í fullt starf golfkennara hjá GKJ. Hér fer viðtalið við Einar: Fullt nafn:  Einar Lyng Hjaltason. Klúbbur:  GHG, GKJ og GOB. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 14:45

Myndskeið: Hundur starfar sem aðstoðarmaður á golfvelli

Kaleigh er 6 ára Golden Retriever í fullu starfi á Whitetail golfvellinum í Charleston, Maine. Það byrjaði allt saman á því að einn félagi í golfklúbbnum, sem Kaleigh er í, vildi kanna hversu klár Kaleigh væri og lét hana hafa lykilinn af golfbílnum, af því hann nennti ekki að skila honum sjálfur í klúbbhúsið. Og viti menn Kaleigh skilaði lyklinum og er nú í fullu starfi við að létta kylfingum lífið með því að skila golfbílalyklum fyrir þá inn í golfverslun. Eigandinn segir að hún reyni að sinna öllum og sé ansi þreytt að kvöldi dags. Sniðugt finnst sumum, aðrir fetta fingur út í að hún „steli“ störfum frá mönnum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Niclas Fasth – 29. apríl 2012

Það er sænski kylfingurinn Niclas Fasth sem er afmæliskylfingur dagsins. Niclas fæddist 29. apríl 1972 í Gautaborg og á því 40 ára stórafmæli í dag. Niclas gerðist atvinnumaður 1993 og hefir á ferli sínum sigrað 12 sinnum. Hann komst á Evrópumótaröðina 1996 og hefir sigrað þar 6 sinnum. Niclas er kvæntur konu sinni Marie og á með henni Adam og Amöndu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Allan George Balding 29. apríl 1924 – 30. júlí 2006;  Johnny Miller, 29. apríl 1947 (65 ára);  Anna Grzebien, 29. apríl 1985 (27 ára) …… og …… Gauti Geirsson (19 ára)   Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 11:30

Hver er kylfingurinn: Bernd Wiesberger?

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sigraði fyrr í dag á Ballantine´s Championship í Blackstone golfklúbbnum í Icheon, Seúl, Suður-Kóreu, en mótið er hluti bæði af Evrópumótaröðinni og Asíutúrnum.  En hver er þessi ungi Austurríkismaður? Bernd Klaus Wiesberger fæddist í Vínarborg í Austurríki, 8. október 1985 og er því 26 ára. Í dag býr hann í Oberwart, í Austurríki. Það var pabbi hans sem kenndi Bernd golf. Sem áhugamaður vann Bernd Wiesberger mörg mót var m.a. austurískur meistari í höggleik á árunum 2004-2007 og austurrískur meistari í holukeppni 2004.  Eins var hann unglingameistari 2004 og 2005. Hann var fulltrúi Austurríkis í Eisenhower Trophy, 2004 og 2006 og síðargreinda árið gerðist hann atvinnumaður í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn spilaði á 73 höggum á 2. degi Atlantic 10 Championship

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte tekur nú þátt í Atlantic 10 Championship, sem fram fer í Heron Bay Golf Club í Coral Springs, Flórída. Þetta er 3 daga mót og stendur dagana 27.-29. apríl 2012. Ólafur Björn spilaði 1. hring í fyrradag á 72 höggum, þ.e. á sléttu pari og spilaði í gær á 73 höggum.  Samtals hefir Ólafur Björn spilað á +1 yfir pari, 145 höggum (72 73).  Ólafur Björn fór aðeins niður á skortöflunni við að spila á +1 yfir pari í gær – var í 11. sæti eftir 1. dag en deilir nú 16. sæti ásamt 2 öðrum. Ólafur Björn var á 3. besta skori liðs Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 07:15

Evróputúrinn: Bernd Wiesberger sigraði á Ballantine´s

Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem sigraði á Ballantine´s Championship á Blackstone golfvellinum í Icheon í Seúl, Suður-Kóreu. Austurrískur sigur staðreynd… og fyrsti sigur Wiesberger, sem hins vegar hefir áður sigrað tvívegis á Áskorendamótaröðinni!!! Wiesberger hélt 5 högga forystu sinni, sem hann hafði fyrir lokadaginn.  Hann spilaði samtals á -18 undir pari, samtals 270 höggum (72 65 65 68). Eftir sigurinn sagði Wiesberger m.a. eftirfarandi: „Ég reyndi bara að njóta þess að spila og átti 3 bestu hringi ævinnar.  Ég reyndi að forðast skolla og tókst það nokkuð, sem var frábært.  Planið var að ná inn á flatir á tilskyldum höggafjölda eins oft og mögulegt var og reyna að setja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2012 | 07:00

LPGA: Stacy Lewis með 2 högga forystu fyrir lokahringinn í Mobile

Það er bandaríska stúlkan Stacy Lewis, sem er með 2 högga forystu á Mobile Bay LPGA Classic mótinu, sem fram fer í Mobile, Alabama, fyrir lokahringinn. Stacy er samtals búin að spila á -14 undir pari, samtals 202 höggum (68 67 67). Í 2. sæti er landa hennar Brittany Lincicome á samtals -12 undir pari, samtals 204 höggum (70 67 67). Í 3. sæti er franska stúlkan Karin Icher á samtals -11 undir pari, samtals 205 höggum (72 65 68). Fjórða sætinu deila síðan tvær stúlkur á -10 undir pari, þ.e. þær Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu og Lindsay Wright frá Ástralíu.  Sjötta sætinu deila síðan 6 kylfingar, sem allar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 23:30

PGA: Jason Dufner leiðir fyrir lokadag Zürich Classic

Jason Dufner leiðir á Zürich Classic of New Orleans mótinu fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Samtals er Dufner búinn að spila á -17 undir pari, samtals 199 höggum (67 65 67).  Hann hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur en það er Graeme DaLaet frá Kanada. DaLaet er búinn að spila á -15 undir pari, samtals 201 höggi (68 67 66). Þriðja sætinu deila þeir Ernie Els og John Rollins á -14 undir pari hvor. Í fimmta sæti eru 3 Bandaríkjamenn: Ryan Palmer, Steve Stricker og Cameron Tringale, allir á -13 undir pari hver. Áttunda sætinu deila síðan þeir Ken Duke og nr. 2 í heiminum Lesa meira