Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2012 | 09:00

GL: Garðavöllur opnar með pompi og prakt – Einar Hannesson og Stefán Orri sigruðu á sameiginlegu móti GL & GR

Á golf.is er eftirfarandi frétt:

„Garðavöllur opnaði með formlegum hætti með mótinu og verður  völlurinn opinn eingöngu fyrir félagsmenn GR og GL næstu daga.

Óhætt er að segja að Garðavöllur hafi skjaldan komið eins vel undan vetri eins og nú.

Við bendum félagsmönnum á að bílaumferð er leyfð á vellinum.

Skráning í rástíma fyrir næstu daga fer fram á www.golf.is  og í síma 585-0200.

Blíðskaparveður var á keppendur (í gær, 29. apríl 2012) og tóku alls 142 kylfingar þátt í mótinu.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum  vallarins.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Flokkur 0 – 8,4:
1. Sæti: Stefán Orri Ólafsson GL 40 punktar (-2 undir pari)
2. Sæti: Jón Haukur Guðlaugsson GR 37 punktar
3. Sæti: Theodór Ingi Gíslason GR 35 punktar

Flokkur 8,5 og hærra:
1. Sæti: Einar Hannesson GL 40 punktar (varpað hlutkesti skv. reglu 4. í keppnisskilmálum)
2. Sæti: Nanna Björg Lúðvíksdóttir GR 40 punktar (varpað hlutkesti skv. reglu 4. í keppnisskilmálum)
3. Sæti: Kristján Frank Einarsson GR 40 (Seinni 9 = 20 punktar)

Nándarverðlaun:
3. Braut = Bogi Molby Pétursson GOT 2,48 metrar
8. Braut= Einar Hannesson GL 3,62 metrar
14. Braut = Guðjón Grétar Daníelsson  GR 2,62 metrar
18. Braut = Guðrún Jónsdóttir GR 50 cm

Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með mánudeginum 30. apríl.

Skrifstofan er opinn frá kl.9:00 til 16:00 alla virka daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Leynir óska vinningshöfum til hamingju með glæsilegan árangur.“