
Golfvellir í Rússlandi (7. grein af 9): Pestovo Golf & snekkjuklúbburinn
Árið 2005 opnaði Pestovo Golf og snekkjuklúbburinn nálægt Pestovskoye í úthverfi Moskvu. Þetta er keppnisvöllur og svo skrítið sem það er þá er hann með einstök einkenni linksara.
Golfvallararkítektinn er Englendingurinn Dave Thomas eða réttara sagt feðgarnir Dave og Paul Thomas. Um golfvöllinn sagði Dave: „Við reyndum að skapa krefjandi völl fyrir afrekskylfinga. Ég trúi því að við höfum náð að skapa jafnvægi sem hvetur og fullnægir kröfur kylfinga af öllum getu- og hæfileikastigum.“
Völlurinn er 7000 yarda með víðar og langar brautir umgefinn miklum og heylíkum karga. Flatirnar eru vel varðar af strategískt staðsettum sandglompum og vatnshindrunum. Völlurinn var hannaður nálægt uppistöðulóni á miklu, opnu svæði og vindur er nokkuð sem taka verður með í reikninginn þegar völlurinn er spilaður. Úr lofti er völlurinn hannaður eins og 8 í laginu.
Að sögn er braut nr. 3, (sem er par-5 og 478 metra) eftirminnilegust hér. Hún er í hundslöpp til vinstri, hönnuð sem 3 högga par-5. Drævið er beint inn á víðfeðma golfbrautina. Vandræðin sem hægt er að lenda í hér er ef drævið er ekki beint en þá lendir það í sandglompum þ.e.a.s. ef viðkomandi er högglangur. Annað höggið verður að slá yfir nokkrar sandglompur í viðbót, agressívt til þess að „opna“ fyrir gott högg inn á flötina. Sandglompur verja flötina og sérlega erfitt er að slá inn á hana frá hægri. Það getur verið erfitt að nálgast pinnann og enginn skortur er á erfiðum pinnastaðsetningum.
Heimilisfang:
Fedoskino v. Ryumyancevo, Nikolskaya bygging nr.1
úthverfi Moskvu, Mytishi, 141052, Rússland
Sími: +7 495 739 20 20
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023