Luke Donald er nr. 1!
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2012 | 09:00

Luke Donald er aftur í 1. sæti á heimslistanum

Luke Donald er aftur kominn í 1. sæti á heimslistanum, en hann og Rory McIlroy, sem þessa vikuna er í 2. sæti hafa verið að hafa sætaskipti á toppnum undanfarin misseri.  Munurinn milli þeirra er svo mjór að það þarf ekki meira til en að annar þeirra taki ekki þátt í móti – að hinn nái toppnum.

Einmitt það gerðist nú um helgina.  Luke Donald spilaði á Zürich Classic mótinu á TPC Louisiana golfvellinum í New Orleans og náði 3. sætinu, en Rory McIlroy tók ekki einu sinni þátt. Fyrir 3. sætið halaði Luke inn nægilega mörgum stigum til þess að skjótast fram fyrir Rory, en hann þurfti aðeins að vera í einu af 7 efstu sætum til þess að endurheimsta 1. sæti heimslistans.

Jason Dufner sigurvegari Zürich Classic fór úr 30. sæti heimslistans á topp-20; þ.e. vermir nú 20. sæti listans.

Ernie Els, sem tapaði í umspilinu fyrir Dufner og varð í 2. sæti á Zürich Classic fór upp um 23 sæti þ.e. úr 63. sætinu í 40. sæti heimslistans.  Það sæti er einkar kærkomið og nokkuð víst að Ernie hefði viljað vera í því sæti í mars en ekki nú í maí til þess að hljóta þátttökurétt á Masters mótið en í mótinu spila 60 efstu á heimslistanum.  Els hefir sem stendur keppnisrétt á Opna breska og vonandi að hann haldi þessu sæti fyrir þetta risamót allra risamóta, því eins sem fram fer í Evrópu.

Hinn austurríski Bernd Wiesberger, sigurvegarinn á Ballantine´s Championship, en mótið var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins, var í 170. sæti á heimslistanum í síðustu viku en fór með sigrinum upp um 75 sæti og er nú kominn meðal 100 bestu kylfinga heims, þ.e. situr í  95. sæti heimslistans.

Hér má sjá stöðu efstu 20 á heimslistanum og þeirra tveggja sem banka á dyrnar á topp-20:

1. sæti Luke Donald 9, 55 stig

2. sæti Rory McIlroy 9, 33 stig

3. sæti Lee Westwood 8,27 stig

4. sæti Bubba Watson 6,40 stig

5. sæti Hunter Mahan 5,70 stig

6. sæti Steve Stricker 5,60 stig

7. sæti Tiger Woods  5,35 stig

8. sæti Martin Kaymer 5,35 stig

9. sæti Justin Rose 5, 19 stig

10. sæti Phil Mickelson 5,17 stig

11. sæti Louis Oosthuizen 5,00 stig

12. sæti Charl Schwartzel 4,96 stig

13. sæti Adam Scott 4,91 stig

14. sæti Webb Simpson 4,91 stig

15. sæti Matt Kuchar 4,73 stig

16. sæti Jason Day 4,72 stig

17. sæti Dustin Johnson 4,65 stig

18. sæti Graeme McDowell 4,55 stig

19. sæti Bill Haas, 4,36 stig

20. sæti Jason Dufner 4,23 stig

21. sæti Sergio Garcia 4,22 stig

22. sæti Keegan Bradley 4,21 stig

Til þess að sjá stöðuna í heild smellið hér: HEIMSLISTINN