Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2012 | 00:30

Arnór Ingi komst ekki inn á Wells Fargo mótið

Í gær, mánudaginn 30. apríl 2012, fór fram úrtökumót fyrir Wells Fargo mótið, sem er hluti af PGA mótaröðinni. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, komst í gegn  á fyrra stigi úrtökumóts, þ.e. undanúrtökumótinu varð þá T-34 þegar hann spilaði á pari,  70 höggum, en niðurskurður var miðaður við +1 yfir pari.

Í gær gekk ekki eins vel hjá Arnóri Inga.  Hann spilaði á 79 höggum á lokaúrtökumótinu og varð í næstneðsta sæti eða T-87.

Skorin í lokaúrtökumótinu voru mjög lág, en 4 efstu komust á Wells Fargo mótið.  Í 1. sæti var Bryan Bigley frá New York á 64 höggum og í 2. sæti Patrick Reed frá Houston, Texas, á 65 höggum. Síðan voru nokkrir sem deildu 3. sætinu á 66 höggum – en þeir sem komust áfram voru Brendan Gielow frá Virginia og Nick Flanagan frá Ohio. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þeim farnast á Wells Fargo.

Til þess að sjá úrslitin í lokaúrtökumótinu fyrir Wells Fargo PGA mótið smellið HÉR: