10 golfmót fara fram í dag – eigið góðan Uppstigningardag!
Það fara alls 10 golfmót fram á landinu í dag, Uppstigningardag 17. maí 2012. Það eru eftirfarandi mót: 17.05.12 GB Tiltektarmót G.B. Annað – sjá lýsingu 1 Innanfélagsmót 17.05.12 GHH Vanur /óvanur (TEXAS) Almennt 1 Innanfélagsmót 17.05.12 GHH Netto mótaröð NR 1 Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 17.05.12 GKV Fimmtudagsmótaröðin Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 17.05.12 GL Frumherjabikarinn Höggleikur með forgjöf 1 Almennt 17.05.12 GR OPNA TAYLORMADE/ ADIDAS MÓTIÐ Almennt 1 Almennt 17.05.12 GV Eimskip Open Texas scramble 1 Almennt 17.05.12 NK ECCO forkeppnin Höggleikur með og án forgjafar 1 Innanfélagsmót 17.05.12 GÁ Afmælismót GÁ Texas scramble 1 Innanfélagsmót Af þessum mótum eru 7 innanfélagsmót, en 10. mótið er 1. mótið í Sumarmótaröð Keiliskvenna, Lesa meira
GL: Bjarni Sveinsson, formaður mótanefndar GL fór holu í höggi!!!
Formaður mótanefndar GL fór holu í höggi. Bjarni Sveinsson formaður mótanefndar GL fór holu í höggi í gær, þriðjudaginn 15. maí. Hann sló draumahöggið á 18. holu Garðavallar. Bjarni notaði 6 járn í höggið. Golf 1 óskar Bjarna innilega til hamingju með að hafa farið holu í höggi!!!
Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór valinn „Third team All-SLC“
Eftir geysisterkt ár með golfliði Nicholls State „The Colonels“ þ.e. liðsforingjunum, hlotnaðist Kristjáni Þór Einarssyni, GK, sá heiður að vera valinn í 3. golfliðið, sem valið er af lista þar sem á eru allir kylfingar Southland deildarinnar (eða eins og segir í meðfylgjandi frétt Nicholls háskóla: Kristján Einarsson was placed on Southland´s all-conference list as 3rd team selection). Kristján Þór er fyrsti kylfingurinn frá 2006 til þess að vera annaðhvort í fyrsta, öðru eða 3. liðinu og er aðeins 4. kylfingurinn í liði Colonels til þess að hlotnast heiðurinn. Kristján Þór sigraði 1 sinni á keppnistímabilinu þ.e. Harold Funston Invitational og er hann því sá Íslendingur sem hefir sigrað oftast Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Leifur, Ingi Rúnar og Hanna Lilja – 16. maí 2012
Suma daga verður varla fundinn kylfingur, sem hægt er að skrifa afmælisgrein um. Á öðrum dögum, sem þessum, er gnægð kylfinga sem á afmæli. Afmæliskylfingar dagsins eru 3 þjóðþekktir kylfingar: Birgir Leifur Hafþórsson, Ingi Rúnar Gíslason og Hanna Lilja Sigurðardóttir. Komast má á Facebook síðu kylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér: Ingi Rúnar Gíslason 16. maí 1973 (39 ára) Birgir Leifur Hafþórsson 16. maí 1976 (36 ára) Hanna Lilja Sigurðardóttir F. 16. maí 1988 (24 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ty Armstrong, 16. maí 1959 (53 ára); Andres Gonzales, 16. maí 1983 (29 ára) ….. og …… Bergur Jónasson F. 16. maí 1987 (25 ára) Valgeir Lesa meira
Frábært högg Kevin Na á 18. braut TPC Sawgrass á The Players – myndskeið
Mikið hefir verið rætt um erfiðleika Kevin Na að slá teighögg… hann ætlar aldrei að koma sér að því, sem varð m.a. til þess að flestir í kringum hann pirruðust á The Players, áhorfendur púuðu og Na að því er virtist fór á taugum. Það sást m.a. á því að hann sló 5 sinnum í vatn á hringnum og fór úr 1. sætinu, sem hann var í fyrir lokadaginn í T-7 og missti þar með af $ 1,7 milljóna verðlaunatékkanum. Þó átti Na alveg brillíant högg, enda fantagóður kylfingur þegar hann loksins slær og sætir eiginlega furðu að höggið hans á 18. braut TPC Sawgrass á sunnudaginn s.l. hafi ekki Lesa meira
NÝTT: Mesta eftirsjá stórkylfinga: (nr. 1 af 20) Yani Tseng
Hér í dag byrjar ný greinaröð á Golf 1, þar sem stórkylfingar segja frá því hverju þeir sjá mest eftir á ferlinum. Byrjum á Yani Tseng frá Taíwan. Hún er aðeins 23 ára en þegar sá kylfingur hvort heldur karl eða kona sem unnið hefir flest risamót, eða 5 talsins svona ung. Hún er líka núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga. Skyldi hún yfirleitt sjá eftir nokkru, með svona glæsilegan feril? Jú, Yani er bara eins og hver annar kylfingur þegar kemur að eftirsjá. Hún átti titil að verja á Kraft Nabisco Championship í fyrra, 2011, fyrsta risamóti ársins og var með 2 högga forystu fyrir lokahringinn. Verðlaunagripurinn var á fyrsta Lesa meira
Holly Sonders – Sú heitasta í golfinu í dag?
Rakst á skemmtilega grein á Grouchy Golf Blog þar sem greinarhöfundur er að velta fyrir sér hver sé sú heitasta í golfinu í dag og bar fyrrisögnina Holly Sonders – sú heitasta (í golfinu) í dag?. Skv. síðustu heimildum hélt ég að sú heitasta væri Sophie Horn. Eins þótti afmæliskylfingur gærdagsins hér á Golf 1, Blair O´Neal ekki amaleg, en fyrir 2 árum hlaut hún milljónir atkvæða aðdáenda á netinu í vali sem InGameNow.com og Sports Illustrated stóðu fyrir á „heitasta íþróttamanni heims“ – “ens.: World’s Hottest Athlete”. Blair er ekki bara góður kylfingur, hún hefir getið sér góðs orðs sem módel og er á samningi hjá Ford Models og Sports Unlimited Talents, auk Lesa meira
GOB: Opnunarmót Bakkakots verður haldið sunnudaginn 20. maí n.k.
Fyrsta mót sumarsins hjá GOB, þ.e. opnunarmót Bakkakots verður haldið sunnudaginn 20. maí n.k. Breyta varð dagsetningu og færa mótið til vegna þess hve mjög óhagstæð veðurspáin var orðin fyrir upphaflegu dagsetninguna. Mótið er 18 holu Texas Scramble mót og verður dregið í lið. Mótsgjald er 2.000 kr., en frítt er fyrir þá sem tóku þátt í vorverkadegi GOB 1. maí. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40 manns. Vinningar eru í boði Matfugls. Mæting er kl. 10:30 og verður ræst á öllum teigum kl. 11:00. Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið á golf.is. Heimild: http://www.gob.is/
GHD: Golfævintýri fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára verður haldið 7.-10. júní n.k.
Golfævintýri GHD fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri verður haldið dagana 7. – 10. júní. Golfævintýrið er ætlað jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Dagskrá: Fimmtudagur 7. júní Mæting í Húsabakkaskóla eftir kl. 20:00 Föstudagurinn 8. júní Æfingar, leikir, Laser Tag og sund. Skemmtidagskrá Laugardagur 9. júní Æfingar, leikir, sjóstangveiði (hvalaskoðun) og sund. Skemmtidagskrá Sunnudagur 10. júní Intersport Open barna- og unglingagolfmótið Glæsileg verðlaun og pizzuveisla að móti loknu. Verð 18.000 kr. Innifalið er: Golf og æfingar, rútuferðir á milli Húsabakka og golfvallar. Gisting á Húsabakka í þrjár nætur. Fæði á föstudag og laugardag. Morgunmatur á sunnudag. Sundferðir, Lasertag, sjóstöng/hvalaskoðun og skemmtidagskrá. Intersport Open golfmótið Skráningarfrestur er til Lesa meira
LET: Christel Boeljon sigraði á Turkish Airlines Ladies Open
Hin hollenska Christel Boeljon sigraði 2. árið í röð á Turkish Airlines Ladies Open, sem fram fór í Belek í Tyrklandi nú um helgina. Christel var á skori upp á -7 undir pari, samtals 285 höggum (70 73 69 73). „Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig“ sagði Boeljon. „Að mér hafi tekist að verja titil minn er mikill heiður og mjög sérstakt og ég er mjög ánægð að vera hér. Ég hélt ró minni og sló nokkur góð högg inn á milli. Mér tókst að fara lágt, var á -2 undir pari á einum stað og hélt því bara áfram. Seinni 9 voru svona og svona en allt í allt dugði Lesa meira







