Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 13:30

Afmæliskylfingur dagsins: Álvaro Velasco Roca – 15. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Álvaro Velasco Roca. Álvaro er fæddur í Barcelona, 15. maí 1981 og er því 31 árs í dag. Hann komst í fréttirnar á fimmtudaginn s.l. vegna frábærs opnunarhrings upp á 64 högg á Madeira Islands Open, sem Portúgalinn Ricardo Santos vann síðan s.s. öllum er í fersku minni. En Alvaro Velasco reyndi svo sannarlega að krækja sér í fyrsta sigurinn á Evrópumótaröðinni á þessu móti og hann hefir verið svo nærri því að það hlýtur að fara að ganga upp eitthvert næstu móta. Velasco var á golfstyrk í Coastal Carolina University þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (ens. business administration).  Hann gerðist atvinnumaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 11:45

Bubba Watson er kylfingur apríl mánaðar á PGA – myndskeið

Kom einhverjum þetta á óvart? Bubba Watson er Avis kylfingur aprílmánaðar á PGA.  Watson sigraði á fyrsta risamóti ársins í apríl, þannig að þetta sagði sig svolítið sjálft. Fyrir nafnbótina hlaut Watson $ 50.000,- frá Avis bílaleigunum, sem styrkja nafnbótina, en peningurinn rann til „First Tee“ sem er það góðgerðarverkefni, sem Bubba var búinn að eyrnamerkja verðlaunaféð fyrir, ef hann yrði svo heppinn að hljóta titilinn. Í „First Tee“ fá krakkar efnalítilla foreldra fría golfkennslu og stuðning við að koma þeim í golfíþróttina, en golf er sem kunnugt er mjög dýr íþrótt. Sjá má myndskeið þar sem sagt er frá vali á Avis kylfingi mánaðarins á PGA með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 07:30

Kevin Na talar um hægagang sinn við að slá teighöggin – myndskeið

Kevin Na hefir aldeilis tekist að koma af stað umræðu um m.a. hægagang í golfleik. M.a.s. Tiger Woods hefir stigið á stokk eftir uppákomuna á The Players þar sem það tók Na hundrað ár að reiða fram 18 teighögg á hringnum og sagt að veita eigi 1 högg í víti fyrir hægagang. Sýnist sitt hverjum um það og skiptast golfáhangendur eiginlega í tvo hópa: sumir hafa komið Na til varnar og aðrir eins og Tiger, vilja refsa. Um hægagang sinn sagði Na m.a. á blaðamannafundi eftir lokahringinn á The Players: „Það er bara eins og það er. Ég þarf að vinna í því sem ég þarf að gera.  Ég verð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 19:35

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 19 – San Roque Club – myndasería

Það er orðið svolítið síðan að kynntir hafa verið golfvellir í Cádíz og í raun bara eftir að kynna 3 velli, en upphaflega var lagt upp með að kynna 21 golfvöll í Cádiz. Greinaflokkurinn hefir verið styttur hér á síðustu metrunum og verður fjallað um gamla og nýja golfvöll San Roque Club í einni og sömu greininni. Greinarnar um golfvellina í Cádíz verða því 20 og birtist lokagreinin um golfvöll, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur í Cádiz hér á næstunni. Í kvöld er það hins vegar San Roque. San Roque klúbburinn er með þeim betri í Cádíz; ef ekki með þeim betri í heiminum. Það er hrein unun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 19:30

San Roque Club – New Course, 3. maí 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 17:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (10. grein af 21): Darren Fichardt og Adrien Bernadet

Hér verður fram haldið að kynna „nýju“ strákana á Evróputúrnum, sem hlutu kortið sitt á keppnistímabilið 2012 í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evróputúrsins. Í kvöld verða kynntir þeir Adrienne Bernadet frá Frakklandi , sem varð í 19. sæti og Darren Fichardt frá Suður-Afríku. Adrienne Bernadet er fæddur 27. nóvember 1984 í París og er því 27 ára. Foreldrar hans elskuðu að spila golf og því byrjaði Adrienne sjálfur 11 ára.  Hann átti góðan áhugamannaferil vann m.a. Portuguese Amateur Open Championship árið 2006 áður en hann gerðist atvinnumaður 2007. Hann spilaði á Áskorendamótaröðinni (ens.: Challenge Tour ) á árunum 2008 – 2011, besti árangurinn var á Allianz Open Côtes d’Amor – Bretagne þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 13:25

Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal – 14. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal.  Blair O´Neal fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og er því 31 árs . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar mögulegan: Hún var í U.S. Junior Ryder Cup Team í Valderrama, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 12:15

Vörður styrkir útgáfu og dreifingu nýrrar reglubókar GSÍ

Vörður styrkir útgáfu og dreifingu nýrrar reglubókar GSÍ Vörður tryggingar og Golfsamband Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Samstarfið byggist meðal annars á því að Vörður styrkir Golfsambandið við útgáfu á nýrri alþjóðlegri reglubók sem tók gildi um allan heim frá 1. janúar 2012. Vörður sendir bókina heim til allra félagsmanna GSÍ í maí. „Golfsamband Íslands fagnar þeim stuðningi sem Vörður sýnir kylfingum á Íslandi með þessum samningi. Golfreglurnar eru órjúfanlegur partur af íþróttinni og mikilvægt að þær séu aðgengilegar öllum kylfingum. Allir þeir sem hafa áhuga á golfi ættu að kynna sér vel hvað kann að hafa breyst í reglunum frá þeim sem giltu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 11:15

Hver er kylfingurinn: Kevin Na?

Kevin Sangwook Na fæddist 15. september 1983 í Suður-Kóreu og er því 28 ára. Fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var 8 ára og hann gerðist atvinnumaður í golfi þegar hann var 17 ára.  Hann fékk síðan bandarískan ríkisborgararétt og býr nú í Las Vegas í Nevada. Na spilaði á Asíutúrnum (og sigraði þar 2002 í Volvo Masters of Asia), Evróputúrnum og The Nationwide Tour (þar sem hann vann á Mark Christopher Charity Classic) og nú síðast á PGA Tour (þar sem hann sigraði á Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open) í fyrra, 2011. Á árinu 2009 varð hann 9 sinnum meðal 10 efstu og varð í 19. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 10:00

Matt Kuchar kominn í 5. sæti heimslistans

Matt Kuchar var í 16. sæti í síðustu viku á heimslistanum og það hæsta sem hann hafði komist á heimslistanum var 6. sætið.  Í dag er hann 5. besti kylfingur heims, eftir að hafa sigrað eitt stærsta mót ársins The Players. Luke Donald tókst þrátt fyrir frábæran endasprett á the Players ekki að endurheimta 1. sæti heimslistans, þar trónir Rory McIlroy enn, en bilið milli þeirra Donald hefir snarminnkað. Af 10 bestu kylfingum heims eru nú 6 Bandaríkjamenn: Bubba Watson (4); Matt Kuchar (5); Hunter Mahan (6); Tiger Woods (7); Steve Stricker (8) og Phil Mickelson (10). Toppþrennan er enn evrópsk: Rory McIlroy (1); Luke Donald (2) og Lee Westwood Lesa meira