Tinna komst ekki í gegnum niðurskurð á Ljungbyhed Park PGA Ladies Open
Tinna Jóhannsdóttir, GK, spilaði í Ljungbyhed Park PGA Ladies Open í Svíþjóð, en mótið er hluti LET Access Series. Mótið stendur dagana 16.-18. maí og eru þátttakendur 118. Í gær var skorið niður og komst Tinna því miður ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði á + 11 yfir pari, samtals 153 höggum (78 75) og var aðeins 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð afmælisdaginn sinn, sem sem einnig var í gær. Tinna deildi 59. sætinu með 5 öðrum þ.á.m. frönsku stúlkunni Marion Ricordeau, sem búin er að standa sig mjög vel á LET Access; var m.a. í 2. sæti á Dinard Ladies Open á eftir skosku stjörnunni Carly Lesa meira
GR: Sigurjón Arnarsson og Samúel Karl Arnarson sigruðu á Opna TaylorMade/Adidas mótinu – myndasería
Í dag fór fram á Korpunni Opna TaylorMade/Adidas mótið. Þótt fremur svalt hafi verið skein sólin allan tímann og luku 166 kylfingar leik. Það var Sigurjón Arnarsson, GR, sem var á besta skorinu +1 yfir pari, 72 höggum. Í punktakeppni með forgjöf vann Samúel Karl Arnarson, í Golfklúbbi Húsavíkur (GH); var með 43 glæsilega punkta. Sjá má myndaseríu frá mótinu með því að smella hér: OPNA TAYORMADE/ADIDAS MÓTIÐ Í KORPUNNI 2012 Helstu úrslit: Höggleikur án forgjafar: 1 Sigurjón Arnarsson GR 2 F 35 37 72 1 72 72 1 2 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 0 F 38 35 73 2 73 73 2 3 Haraldur Franklín Magnús GR 1 F Lesa meira
Opna TaylorMade/Adidas mótið í Korpunni – 17. maí 2012
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn í 31. sæti á NCAA Greensboro Regional
Í dag hófst á golfvelli Grandover Resort & Conference Center NCAA East Regional – NCAA Greensboro Regional. Alls eru þátttakendur og meðal þátttakenda eru Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte 49´s. Ólafur Björn spilaði á +3 yfir pari, 75 höggum í dag á 1. degi mótsins og deilir 31. sætinu. Ólafur Björn fékk 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Hann var á næstbesta skori Charlotte. Charlotte háskólinn er í 12. sæti af 14, sem þátt taka. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag NCAA Greensboro Regional smellið HÉR:
LPGA: Sybase heimsmót kvenna í holukeppni hófst í dag – úrslit 1. dags eftir fyrstu 32 leiki
Í dag hófst í Hamilton Farm Golf Club í Gladstone, New Jersey, Sybase heimsmót kvenna í holukeppni (ens.: Sybase Match Play Championship). Það var norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sem átti titil að verja, en hún kemst ekki í 16 manna úrslit þar sem hún tapaði óvænt í dag fyrir enskum nýliða á LPGA, Jodi Ewart. Helstu úrslit dagsins eru eftirfarandi: 1. Anna Nordqvist, Svíþjóð – Beatriz Recari, Spánn 2 & 1 2. Jijay Shin, Suður-Kórea – Jennifer Song, Bandaríkin 6 & 5 3. Natalie Gulbis, Bandaríkin – Mika Miyazato, Japan 1 & 0 4. Amy Yang, Suður-Kórea – Amy Hung, Taíwan 3 & 2 5. Inbee Park, Suður-Kórea – Hee-Won Han, Lesa meira
GL: Arnar Jónsson sigraði í undankeppni Frumherjabikarsins
Í dag fór fram Frumherjabikarinn á Garðavelli á Akranesi. Frumherjabikarinn fer þannig fram að leikinn er 18 holu höggleikur með forgjöf og fara 16 efstu kylfingarnir áfram í holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Leikinn var 18 holu höggleikur með forgjöf í undankeppninni í dag. Hámarksvallarforgjöf karla var 28 högg og kvenna 30 högg. Alls tóku 51 þátt í mótinu í dag og var mótið opið. Frumherjabikarinn var haldinn í fyrsta skipti árið 1986 á 20 ára afmæli Leynis. Gefendur voru Svein Hálfdánarson, Leifur Ásgrímsson, Guðmundur Magnússon, Þorvaldur Þorsteinsson og Guðmundur Sigurðsson, en þessir heiðursmenn skipuðu fyrstu stjórn Golfklúbbsins Leynis árið 1965, sem þá hét Golfklúbbur Akraness. Það var Arnar Jónsson, GL, sem sigraði Lesa meira
Evróputúrinn: Sergio byrjar vel á Finca Cortesin
Í dag hófst á Finca Cortesin golfvellinum á Costa del Sol, sem margir Íslendingar kannast við Volvo heimsmeistaramótið í holukeppni (ens. Volvo World Match Play Championship). Heimamaðurinn, Sergio Garcia, er heldur betur að standa sig vel – vann landa sinn, sleggjuna, Alvaro Quiros 2&1. Helstu úrslit dagsins eru annars eftirfarandi: Flagg Nafn Skor Nafn Flagg Urslit Riðlar Ian POULTER 3&2 John SENDEN McCORMACK Brandt SNEDEKER 5&4 Thomas BJÖRN NORMAN Peter HANSON 2&1 Paul LAWRIE WOOSNAM Sergio GARCIA 2&1 Alvaro QUIROS LARSON Graeme MCDOWELL 1 Hole Robert KARLSSON PALMER Charl SCHWARTZEL Match Halved Nicolas COLSAERTS GABRIELSSON Justin ROSE 7&6 Robert ROCK BALLESTEROS Martin KAYMER 3&2 Rafael CABRERA-BELLO
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Ásta Farestveit – 17. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Ásta Farestveit. Ólöf Ásta er fædd 17. maí 1969 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri m.a. á Opna Lancôme mótinu á Hellu 6. maí s.l. Ólöf Ásta að slá á Opna Lancôme mótinu 6. maí s.l. Mynd: Golf 1. Ólöf Ásta er gift Þráni Bj.Farestveit. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ólöf Ásta Farestveit (43 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tim Sluiter 17. maí 1979 (33 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982, núverandi heimsmeistari Lesa meira
PGA: HP Byron Nelson Championship hefst í dag – Mótið þar sem allt hófst hjá Keegan Bradley – myndskeið
Í dag hefst á TPC Four Seasons Resort í Irving, Texas, HP Byron Nelson Championship, þar sem þátt taka allir helstu kylfingar heims. Þeir sem fyrirfram eru taldir sigurstranglegastir á mótinu eru Keegan Bradley, sem á titil að verja, Adam Scott og Phil Mickelson. Keegan Bradley vann Ryan Palmer í fyrra á 1. holu umspils þar sem hann fékk par. „Þetta mót“ sagði Bradley „gæti verið það mót sem hefir lagt grunninn að öllum ferli mínum, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Til þess að sjá myndskeið með viðtali við Keegan Bradley smellið HÉR:
Mesta eftirsjá stórkylfinga: (nr. 2 af 20) Tiger
Hin fallna goðsögn (Tiger Woods) hlýtur að vera full eftirsjár yfir öllum cocktail þjónustupíunum, bikínídömunum, klámstjörnunum og módelunum sem bundu endi á hjónaband hans, hans góða orðspor og golfleik hans í heild (a.m.k. hefir hann varla borið barr sitt á golfvellinum eftir framhjáhaldsskandalinn). Ef hann (Tiger) fengi tækifæri til að taka það (eða þær) aftur myndi hann gera það? Við komumst líklega aldrei að því. Skv. umboðsmanni Tigers neitaði hann nefnilega að svara spurningunni um mestu eftirsjá lífs síns. Það er hins vegar alveg þess virði að líta á opinbera afsökun hans (mea culpa) frá því í febrúar 2010: „Það sem ég vil segja við hvert ykkar, einfaldlega og beint Lesa meira







