Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2012 | 15:20

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór valinn „Third team All-SLC“

Eftir geysisterkt ár með golfliði Nicholls State „The Colonels“ þ.e. liðsforingjunum, hlotnaðist Kristjáni Þór Einarssyni, GK, sá heiður að vera valinn í 3. golfliðið,  sem valið er af  lista þar sem á eru allir kylfingar  Southland deildarinnar (eða eins og segir í meðfylgjandi frétt Nicholls háskóla: Kristján Einarsson was placed on Southland´s all-conference list as 3rd team selection).

Kristján Þór er fyrsti kylfingurinn frá 2006 til þess að vera annaðhvort í fyrsta, öðru eða 3. liðinu og er aðeins 4. kylfingurinn í liði Colonels til þess að hlotnast heiðurinn.

Kristján Þór sigraði 1 sinni á keppnistímabilinu þ.e. Harold Funston Invitational og er hann því sá Íslendingur sem hefir sigrað oftast í bandaríska háskólagolfinu eða alls 3 sinnum.

Hann lauk keppnistímbilinu með því að vera 6 sinnum meðal 10 efstu og 4 sinnum meðal efstu 5, sem er besti árangur kylfings frá Nicholls. Eins átti Kristján Þór 8 hringi undir pari og var besti hringur hans upp á -6 undir pari, 65 högg, en sá árangur er einn af 5 hringjum hans sem hann átti undir 70 þetta keppnistímabil.

Til þess að sjá umfjöllun um val Kristján Þórs í „Third team All-SLC“ á heimsíðu Nicholls State smellið HÉR: