Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór valinn „Third team All-SLC“
Eftir geysisterkt ár með golfliði Nicholls State „The Colonels“ þ.e. liðsforingjunum, hlotnaðist Kristjáni Þór Einarssyni, GK, sá heiður að vera valinn í 3. golfliðið, sem valið er af lista þar sem á eru allir kylfingar Southland deildarinnar (eða eins og segir í meðfylgjandi frétt Nicholls háskóla: Kristján Einarsson was placed on Southland´s all-conference list as 3rd team selection).
Kristján Þór er fyrsti kylfingurinn frá 2006 til þess að vera annaðhvort í fyrsta, öðru eða 3. liðinu og er aðeins 4. kylfingurinn í liði Colonels til þess að hlotnast heiðurinn.
Kristján Þór sigraði 1 sinni á keppnistímabilinu þ.e. Harold Funston Invitational og er hann því sá Íslendingur sem hefir sigrað oftast í bandaríska háskólagolfinu eða alls 3 sinnum.
Hann lauk keppnistímbilinu með því að vera 6 sinnum meðal 10 efstu og 4 sinnum meðal efstu 5, sem er besti árangur kylfings frá Nicholls. Eins átti Kristján Þór 8 hringi undir pari og var besti hringur hans upp á -6 undir pari, 65 högg, en sá árangur er einn af 5 hringjum hans sem hann átti undir 70 þetta keppnistímabil.
Til þess að sjá umfjöllun um val Kristján Þórs í „Third team All-SLC“ á heimsíðu Nicholls State smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024