Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 17:15

GOB: Opnunarmót Bakkakots verður haldið sunnudaginn 20. maí n.k.

Fyrsta mót sumarsins hjá GOB, þ.e. opnunarmót Bakkakots verður haldið sunnudaginn 20. maí n.k.  Breyta varð dagsetningu og  færa mótið til vegna þess hve mjög óhagstæð veðurspáin var orðin fyrir upphaflegu dagsetninguna. Mótið er 18 holu Texas Scramble mót og verður dregið í lið. Mótsgjald er 2.000 kr., en frítt er fyrir þá sem tóku þátt í vorverkadegi GOB 1. maí. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 40 manns. Vinningar eru í boði Matfugls.

Mæting er kl. 10:30 og verður ræst á öllum teigum kl. 11:00.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið á golf.is.

Heimild: http://www.gob.is/