Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 14:30

GHD: Golfævintýri fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára verður haldið 7.-10. júní n.k.

Golfævintýri GHD fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri verður
haldið dagana 7. – 10. júní.

Golfævintýrið er ætlað jafnt fyrir
byrjendur og lengra komna. Happy
Dagskrá:
Fimmtudagur 7. júní
Mæting í Húsabakkaskóla eftir kl. 20:00
Föstudagurinn 8. júní
Æfingar, leikir, Laser Tag og sund.
Skemmtidagskrá
Laugardagur 9. júní
Æfingar, leikir, sjóstangveiði (hvalaskoðun) og sund.
Skemmtidagskrá
Sunnudagur 10. júní
Intersport Open barna- og unglingagolfmótið
Glæsileg verðlaun og pizzuveisla að móti loknu.
Verð 18.000 kr.
Innifalið er:
Golf og æfingar, rútuferðir á milli Húsabakka og golfvallar.
Gisting á Húsabakka í þrjár nætur.
Fæði á föstudag og laugardag.
Morgunmatur á sunnudag.
Sundferðir, Lasertag, sjóstöng/hvalaskoðun og skemmtidagskrá.
Intersport Open golfmótið
Skráningarfrestur er til og með 25. maí hjá Guðmundi í síma
892-3381 eða á netfangið gummi@nordurstrond.is