Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2012 | 06:30

10 golfmót fara fram í dag – eigið góðan Uppstigningardag!

Það fara alls 10 golfmót fram á landinu í dag, Uppstigningardag 17. maí 2012. Það eru eftirfarandi mót:

17.05.12 GB Tiltektarmót G.B. Annað – sjá lýsingu 1 Innanfélagsmót
17.05.12 GHH Vanur /óvanur (TEXAS) Almennt 1 Innanfélagsmót
17.05.12 GHH Netto mótaröð NR 1 Punktakeppni 1 Innanfélagsmót
17.05.12 GKV Fimmtudagsmótaröðin Punktakeppni 1 Innanfélagsmót
17.05.12 GL Frumherjabikarinn Höggleikur með forgjöf 1 Almennt
17.05.12 GR OPNA TAYLORMADE/ ADIDAS MÓTIÐ Almennt 1 Almennt
17.05.12 GV Eimskip Open Texas scramble 1 Almennt
17.05.12 NK ECCO forkeppnin Höggleikur með og án forgjafar 1 Innanfélagsmót
17.05.12 Afmælismót GÁ Texas scramble 1 Innanfélagsmót

Af þessum mótum eru 7 innanfélagsmót, en 10. mótið er 1. mótið í Sumarmótaröð Keiliskvenna, sem fram fer bæði á Sveinkots- og Hvaleyrarvelli í dag.

Af ofangreindum mótum er Opna Taylormade/Adidas mótið langfjölmennast – löngu orðið fullt í það og 172 skráðir til leiks, þ.á.m. sumir af bestu kylfingum landsins.  Mótið er sem fyrr haldið á Korpu og er það jafnframt fyrsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Hin opnu mótin tvö eru Frumherjabikarinn uppi á Skaga (spilaður er höggleikur með fogjöf), en þar eru 51 skráðir til leiks og Eimskip Open úti í Vestmannaeyjum en þar hafa 32 lið eða 64 kylfingar skráð sig til leiks í Texas Scramble.

Bara í opnu mótunum 3 eru tæp 300 kylfingar sem koma til með að spila golf í dag