Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2012 | 10:45

Frábært högg Kevin Na á 18. braut TPC Sawgrass á The Players – myndskeið

Mikið hefir verið rætt um erfiðleika Kevin Na að slá teighögg… hann ætlar aldrei að koma sér að því, sem varð m.a. til þess að flestir í kringum hann pirruðust á The Players, áhorfendur púuðu og Na að því er virtist fór á taugum.  Það sást m.a. á því að hann sló 5 sinnum í vatn á hringnum og fór úr 1. sætinu, sem hann var í fyrir lokadaginn í T-7 og missti þar með af $ 1,7 milljóna verðlaunatékkanum.

Þó átti Na alveg brillíant högg, enda fantagóður kylfingur þegar hann loksins slær og sætir eiginlega furðu að höggið hans á 18. braut TPC Sawgrass á sunnudaginn s.l. hafi ekki verið valið högg 4. dags af PGA.  Fyrir valinu hjá PGA varð högg Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem var brillíant chipp beint ofan í holu af stíg, en þó nokkrir eru á því að alveg eins hefði mátt velja högg Na, sem hann sló af golfbílastígnum eftir nokkrar aðsveiflur eins og hans er von og vísa.

Sjá má myndskeið með þessu flotta höggi Na HÉR: