NÝTT: Mesta eftirsjá stórkylfinga: (nr. 1 af 20) Yani Tseng
Hér í dag byrjar ný greinaröð á Golf 1, þar sem stórkylfingar segja frá því hverju þeir sjá mest eftir á ferlinum.
Byrjum á Yani Tseng frá Taíwan. Hún er aðeins 23 ára en þegar sá kylfingur hvort heldur karl eða kona sem unnið hefir flest risamót, eða 5 talsins svona ung. Hún er líka núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga.
Skyldi hún yfirleitt sjá eftir nokkru, með svona glæsilegan feril?
Jú, Yani er bara eins og hver annar kylfingur þegar kemur að eftirsjá. Hún átti titil að verja á Kraft Nabisco Championship í fyrra, 2011, fyrsta risamóti ársins og var með 2 högga forystu fyrir lokahringinn. Verðlaunagripurinn var á fyrsta teig á lokahringnum. Yani segist hafa gengið að borðinu og lyft honum í loft upp eins og hún hefði þegar unnið. Hins vegar var skorið á þessum lokahring hennar upp á 74 högg og hún varð í 2. sæti og munaði 3 höggum á henni og sigurvegarnarum (Stacy Lewis frá Bandaríkjunum) þegar upp var staðið.
Á næsta risamóti, LPGA Championship, sagðist Yani líka hafa verið með mikið forskot fyrir lokahringinn. Aftur sat verðlaunagripurinn á borði við 1. teig á lokadegi mótsins. Yani segist ekki einu sinni hafa litið á hann, en spilaði á 66 höggum og vann mótið með 10 höggum.
Gefum Yani lokaorðið: „Ég lærði að mót eru ekki búin fyrr en búið er að spila síðustu holuna og það er ekki hægt að leyfa huganum að stökkva fram í tímann.“
Heimild: Golf Digest
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024