Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 13:25

EPD: Stefán Már Stefánsson á 67 glæsilegum höggum á 2. degi í Austurríki

Stefán Már Stefánsson, GR, kom í hús á 67 glæsihöggum á 2. degi Haugschlag NÖ Open, í Austurríki, en mótið hófst í gær og er hluti af EPD mótaröðinni þýsku. Alls hefir Stefán Már spilað á  á 140 höggum (73 67) eða -4 undir pari. Á hringnum góða í dag fékk Stefán Már 7 fugla og 2 skolla. Hann er þegar þetta er ritað í 7. sæti, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti sætaröð breyst nokkuð. Frábært hjá Stefáni Má, sem er floginn í gegnum niðurskurðinn!!! Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna á Haugschlag NÖ Open eftir 2. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marina Arruti – 23. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Marina Arruti. Marina fæddist í San Sebastian, 23. maí 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Marina gerðist atvinnukylfingur 5. janúar 1995.  Hún átti mjög góðan áhugamannaferil vann m.a. Portuguese International Champion 1993 og British U-23 Amateur Champion 1994.  Sem atvinnumaður hefir hún m.a. sigrað Austrian Open, 1999. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (64 ára);  Jamie Elson, 23. maí 1981 (31 árs) ….. og …… Ellert Unnar Sigtryggsson (42 ára) Guðmundur Ingibergsson (47 ára) Hulda Birna Baldursdóttir (39 ára) Lars Søndergaard  Olga Gunnarsdottir (44 ára) Árni Páll Árnason (46 ára) Óskar Herbert Þórmundsson (62 ára) Dalbær Snæfjallaströnd Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 08:30

Lexi fór á prom með Mark Scott – myndskeið

Atvinnukylfingurinn ungi Lexi Thompson var í fréttunum í síðasta mánuði vegna þess að hún fór nokkuð óvenjulega leið til þess að finna sér „deit” á prom, en Lexi er nýorðin 17 ára og enn í High School.  Hún auglýsti eftir hermanni til þess að fylgja sér. Hundruðir hermanna buðust til þess að gerast fylgdarsveinar Lexi og fór hún samviskusamlega yfir alla sem sendu henni vídeóupptökur af sér.  Fyrir valinu varð ungur hermaður að nafni Mark Scott. Þau Lexi hittust í fyrsta sinn fimmtudaginn fyrir viku.  Hann fékk að dást að Lexi meðan hún mátaði kjólinn sinn og síðan voru teknar nokkrar myndir af þeim.  Að því búnu tók Mark, Lexi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 07:15

Fore!

Myndin með grein þessari er af þýskri bók sem heitir „Ætti ég að hrópa FORE! eða hvað?“ og er alveg þrælskemmtileg aflestrar.  Þar eru sagðar skemmtilegar sögur af golfvellinum um nokkrar af helstu golfreglunum. Inn um lúgur landsmanna ættu þessa dagana að vera að detta eintök af Golfreglubókinni, sem gott er að hafa meðferðis í settinu. Gott er að grípa til bókarinnar komi upp einhver vafamál á golfvellinum í sumar. Golfreglubókin 2012-2015  er afar glæsileg og útfgáfa hennar styrkt af tryggingafélaginu Verði, sem á þakkir skilið fyrir að sinna kylfingum vel! Innan á fremri kápu er einmitt reglan sem allir kylfingar ættu að þekkja – reglan um FORE!!! Um hana Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 23:30

Birgir Leifur verður með á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar sem hefst á föstudaginn n.k. – 139 keppendur taka þátt

Fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar hefst á Hólmsvelli í Leiru n.k. föstudag, 25. maí 2012.  Þátttakendur eru allir af fremstu kylfingum landsins, alls 139 talsins, þar af 26 kvenkylfingar og 113 karlkylfingar.  Meðal þátttakenda er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Spilaðir verða 3 hringir þessa Hvítasunnuhelgi og skorið niður eftir 2 daga. Þá verða það 21 af efstu kvenkylfingunum og 63 efstu karlkylfingarnir, sem halda áfram keppni á lokahring mótsins á sunnudag. Golf 1 verður að sjálfsögðu á staðnum. Þátttakendur eru annars eftirfarandi: Nafn Klúbbur Forgjöf Adam Örn Stefánsson GSE 6.6 Ágúst Ársælsson GK 3.8 Alexander Egill Guðmundsson GL 4.0 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG -1.2 Andri Þór Björnsson GR 1.1 Andri Már Óskarsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 22:50

EPD: Stefán Már spilaði á 73 höggum á 1. degi Haugschlag NÖ Open

Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði 1. hring á Haugschlag NÖ Open, en mótið hófst í dag og er hluti af EPD mótaröðinni þýsku Stefán spilaði á 73 höggum eða +1 yfir pari. Á hringnum fékk Stefán Már 4 fugla og 5 skolla. Eftir daginn deilir hann 44. sætinu með 11 öðrum. Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna á Haugschlag NÖ Open smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (11. grein af 21): Warren Abery og Lloyd Kennedy

Í dag verður fram haldið kynningu á nýju strákunum á Evróputúrnum 2012, sem hlutu kortið sitt á lokaúrtökumóti Q-school túrsins í Girona, á Spáni 10.-15. desember á s.l. ári. Í kvöld verða Warren Abery og Lloyd Kennedy kynntir. Byrjum á Lloyd Kennedy, sem varð í 17. sæti í Q-school. Lloyd Kennedy. Lloyd Kennedy fæddist í Chelmsford á Englandi 4. apríl 1985 og er því 27 ára. Hann er í golfklúbbi Chelmsford. Fyrir utan golfið hefir hann áhuga á fótbolta. Kennedy gerðist atvinnumaður 2006 og hefir undanfarin 6 ár farið margar ferðir í Q-school, en auk ferðarinnar góðu 2011 tók hann þátt 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009. Lloyd Kennedy lýsti ferðinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 16:48

Hvað er heitt og hvað afleitt í golfheiminum eftir helgina?

Alan Shipnuck aðalpenni Sports Illustrated tekur saman vikulegan pistil fyrir blað sitt um hvað (að hans mati) sé heitt og hvað afleitt í golfheiminum.  Sjáum niðurstöður hans eftir síðastliðna helgi: HEITT 1. Bandaríska Ryder Cup liðið.Hverjir eru með heitustu kylfingana í ár?  (Innskot: svolítill þjóðrembingur á ferðinni hér) Í heita, bandaríska Ryderbikarsliðinu eru m.a. The Duff (Jason Dufner), Kooch (Matt Kucher), Bubba (Watson), Hunter (Mahan) og Rickie (Fowler). Kannski að Bandaríkjamenn sigri í ár. 2. The LPGA. Allir kvarta um hægagang í golfi, þannig að maður verður að lofa hugrekkið fyrir að úthluta víti á mikilvægum stað í stóru móti (Morgan Pressel fékk víti fyrir of hægan leik) 3. Cheyenne Woods. Eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga: (5. grein af 20) Arnold Palmer

Konungurinn (Arnold Palmer) aðalstjarna golfíþróttarinnar, Arnold Palmer eða Arnie eins og hann er kallaður af vinum sínum, skyldi hann sjá eftir einhverju á löngum ferli?  Arnie er enn plagaður af atburði sem átti sér stað fyrir meira en hálfri öld. Gefum honum orðið: „Ekki langt frá brautarglompunum við 18. holu á Augusta National er staður þar sem hellast yfir mig sársaukafullar golfminningar í hvert sinn sem ég geng framhjá honum. Þegar ég spila með  ungum kylfingum bendi ég á staðinn þannig að þeir læri og sem viðvörun.  Þetta er svið tragískra mistaka, mistaka sem kostuðu mig 1. sætið á the Masters 1961. Ég fór af teig á 18. og átti 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 22. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías Björgvin er fæddur 22. maí 1997 og því 15 ára í dag. Hann er í Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Elías Björgvin varð m.a. í 1. sæti fyrir 2 árum í Golfmóti UMFÍ í flokki 11-13 ára stráka.  Áhugamál Elísasar Björgvins auk golfsins eru handbolti og körfubolti. Foreldrar Elíasar Björgvins eru Ragnheiður Elíasdóttir og Sigurður Egill Þorvaldsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (15 ára)  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Horton Smith, f. 22. maí 1908- d. 15. október 1963) ; Gwladys Nocera, 22. maí 1975 Lesa meira