Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 22:50

EPD: Stefán Már spilaði á 73 höggum á 1. degi Haugschlag NÖ Open

Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði 1. hring á Haugschlag NÖ Open, en mótið hófst í dag og er hluti af EPD mótaröðinni þýsku

Stefán spilaði á 73 höggum eða +1 yfir pari. Á hringnum fékk Stefán Már 4 fugla og 5 skolla. Eftir daginn deilir hann 44. sætinu með 11 öðrum.

Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Haugschlag NÖ Open smellið HÉR: