Cheyenne Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 16:48

Hvað er heitt og hvað afleitt í golfheiminum eftir helgina?

Alan Shipnuck aðalpenni Sports Illustrated tekur saman vikulegan pistil fyrir blað sitt um hvað (að hans mati) sé heitt og hvað afleitt í golfheiminum.  Sjáum niðurstöður hans eftir síðastliðna helgi:

HEITT
1. Bandaríska Ryder Cup liðið.Hverjir eru með heitustu kylfingana í ár?  (Innskot: svolítill þjóðrembingur á ferðinni hér) Í heita, bandaríska Ryderbikarsliðinu eru m.a. The Duff (Jason Dufner), Kooch (Matt Kucher), Bubba (Watson), Hunter (Mahan) og Rickie (Fowler). Kannski að Bandaríkjamenn sigri í ár.

2. The LPGA. Allir kvarta um hægagang í golfi, þannig að maður verður að lofa hugrekkið fyrir að úthluta víti á mikilvægum stað í stóru móti (Morgan Pressel fékk víti fyrir of hægan leik)

3. Cheyenne Woods. Eftir stjörnukarríeru í Wake Forest, þá var frænka Tigers (og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar) að gerast atvinnumaður í golfi og skrifaði undir samning við umboðsmann frændans, Steiny (Mark Steinberg). Þeir sem fylgja Cheyenne á Twitter vita að hér er á ferðinni, skemmtileg, keppnismanneskja og jafnframt daðrandi persónuleiki. Vonandi breytir mótaröðin (LPGA) henni ekki.

4. Paul Lawrie. OK, við fyrirgefum honum núna fyrir að „kjúklingast“ (nýyrði yfir „chicken out of“) þ.e. að heigulast út úr Opna bandaríska vegna þess að eftir að hann stormaði út af vellinum eftir tap á Volvo World Match Play Championship þá afsakaði Lawrie sig seinna fyrir að stoppa ekki til að tala við fréttamenn. Það er fallega gert þegar leikmaður á túrnum sér að sér og viðurkennir hið augljósa: viðtöl eru einfaldlega hluti af djobbinu, þannig höndlið þau eins og atvinnumenn.

5. Aza Muñoz. Hún hefir karakter, myndast vel er með frábæra sveiflu og mikil keppnismanneskja…. er eitthvað sem hægt er að mislíka við hana?

Veit ekki hvernig borðdúkur ömmu Shipnuck er - en allaveganna er Golf 1 ósammála honum í því að Morgan Pressel hafi litið illa út í þessu pilsi, það klæðir hana bara vel, er sumarlegt, litasamsetningin fín þótt heldur skrautlegt sé, Pressel sýnir þar dirfsku að skera sig úr fjöldanum.

AFLEITT
1. Morgan Pressel. Það er eitt að fá á sig víti fyrir hægagang. En það er allt annar hlutur að fá slíka úthlutun verandi í kjól sem lítur út eins og hann sé búinn til úr borðdúk ömmu minnar.

2. G-Mac (Graeme McDowell)  Þetta voru ágætis tilþrif í holukeppninni, en þegar sigurleysi hans hefir varað  í yfir 1 1/2 ár  þá eru móralskir sigrar ekkert til að halda upp á.

3. Russell Knox. Á úrtökumótinu fyrir Opna breska í Dallas fór fram 4 manna umspil um síðustu 3 sætin á mótið og þessi ungi Skoti tapaði. Eina bjarta hliðin? Hann þarf ekki að borða enskan mat í viku.  Freeeeelllllsssssiiii!!!!!

4. J.J. Henry. Ég hef séð náunga vera á 5 höggum á par-3 17. brautinni á Nelson (þ.e. HP Nelson Byron mótinu) en aldrei án þess að þeir slægju ekki í vatnið.

5. A.K.. (Anthony Kim)  …. fer úr öskunni í eldinn: hann er nú settur á frost í fjóra mánuði vegna liðabólgu í vinstri handlegg og vegna meiðsla í hægri olnboga. Munið þið þegar AK og Dustin Johnson voru framtíð bandarísks golfs? Þetta er erfið íþróttagrein fyrir þá sem eru frjálsir í anda.

Heimild: SI