Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 13:25

EPD: Stefán Már Stefánsson á 67 glæsilegum höggum á 2. degi í Austurríki

Stefán Már Stefánsson, GR, kom í hús á 67 glæsihöggum á 2. degi Haugschlag NÖ Open, í Austurríki, en mótið hófst í gær og er hluti af EPD mótaröðinni þýsku.

Alls hefir Stefán Már spilað á  á 140 höggum (73 67) eða -4 undir pari. Á hringnum góða í dag fékk Stefán Már 7 fugla og 2 skolla. Hann er þegar þetta er ritað í 7. sæti, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti sætaröð breyst nokkuð. Frábært hjá Stefáni Má, sem er floginn í gegnum niðurskurðinn!!!

Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Haugschlag NÖ Open eftir 2. dag smellið HÉR: