Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 21:00

Viðtalið: Gísli Sveinbergsson, GK.

Viðtalið í kvöld er við sigurvegara í flokki 15-16 ára drengja á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka, 20. maí s.l., Gísla Sveinbergsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Fyrsta mótið á Unglingamótaröð Arion banka 2012 fór fram á Garðavelli þeirra Leynismanna á Akranesi. Gísli var á besta skori allra þátttakenda eftir 1. keppnisdag, spilaði Garðavöll á 71 glæsihöggi eða -1 undir pari og lauk keppni sem sigurvegari í sínum aldursflokki, á 3. besta skori allra keppenda (71 77). Gísli varð stigameistari  á Unglingamótaröð Arion banka í flokki 14 ára og yngri árið 2011; varð m.a. Íslandsmeistari í holukeppni. Gísli er í afrekshóp GSÍ og er einn þeirra, sem fór í æfingaferð til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 20:45

Stefán Már lauk keppni í 10. sæti í Austurríki

Stefán Már Stefánsson, GR, lauk keppni á Haugschlag NÖ Open í dag, en mótið er hluti af EPD mótaröðinni þýsku. Stefán Már spilaði samtals -4 undir pari, (73 67 72) og hafnaði í 10. sæti, sem er glæsilegur árangur!!! Stefán Már spilaði á sléttu pari í dag, fékk 6 fugla, 4 skolla og því miður slæman skramba á 18. holu. Fyrir sigurinn hlýtur Stefán Már € 745.  Það var Þjóðverjinn Marcel Haremza sem bar sigur úr býtum á -16 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á Haugschlag NÖ Open smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 18:45

Evróputúrinn: Drysdale og Lawrie leiða eftir 1. dag BMW PGA Championship

Í dag hófst BMW PGA Championship í Wentworth Club, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Það eru Skotinn David Drysdale og Írinn Peter Lawrie, sem tekið hafa forystuna, eru báðir búnir að spila á 66 höggum. Drysdale var með 7 fugla og 1 skolla og Lawrie var með glæsilega „hreint“ skorkort, var með 4 fugla og 1 örn. Fimm kylfingar deila 3. sætinu 1 höggi á eftir þ.e. á 67 höggum – 5 undir pari  Englendingurinn Justin Rose, Walesverjinn Jamie Donaldson, Spánverjinn Alvaro Quiros og Svíarnir Richard S Johnson og Niclas Fasth. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag BMW PGA Championship smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (7. grein af 20): Annika Sörenstam

Annika þykir einn af bestu kvenkylfingum allra tíma.  Hún sigraði í 72 LPGA mótum, þ.m.t. 10 risamótum, plús 17 öðrum mótum víðs vegar um heiminn áður en hún dró sig í hlé 2008 til þess að stofna fjölskyldu. Skyldi Annika sjá eftir nokkru eins góð og hún er? Gefum henni orðið: „Ég myndi alveg örugglega vilja spila aftur 2. höggið á 18. þennan sunnudag í Pumpkin Ridge á Opna bandaríska kvennamótinu 2003.  Þrátt fyrir að ég væri gloppótt í púttunum, komst ég á 72. holu í góðu færi á að sigra. Ég var 223 yarda frá pinna á þessari par-5u, sem var fullkomin lengd fyrir 4-tréð mitt. Fengi ég fugl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 2 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn.Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn á flöt og rúllaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 11:00

Luke Donald hlaut lífstíðarþátttökurétt á Evrópumótaröðina

Luke Donald hlaut í gær heiðurs lífstíðar þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi afrek á 2011 keppnistímabilinu, sem var metum stráð. Englendingurinn varð fyrsti kylfingurinn til þess að vera á toppi peningalistans bæði á European Tour og bandaríska PGA túrnum á sama keppnistímabilinu. Hann var með alls €5,323,400 í verðlaunafé á Race to Dubai lisanum og varð nr. 1 á heimslistanum í fyrsta skipti á ferlinum og hélt því sæti mestallt árið 2011. Luke náði fyrst 1. sætinu á heimslistanum eftir frábæran sigur á  BMW PGA Championship fyrir 12 mánuðum síðan og það er í Wentworth Club,  sem Luke hefur titilvörn sína í dag. Það var aðalframkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar George O’Grady sem veitti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 09:30

LET: Uni Credit Ladies German Open hófst í dag

Fyrsta umferðin á Uni Credit Ladies German Open á Evrópumótaröð kvenna er hafin í Golfpark Guthäusern í München í Þýskalandi. Það er Audi bílaframleiðandinn sem styrkir mótið. Þessi 6393 yarda/5844 metra par-72 golfvöllur var baðaður í sólskini í morgun og hitastigið var í kringum 18°, sem er kjörið fyrir golfleik. Því miður er búist við einstökum þrumum og eldingum síðar. Í fyrsta hollinu sem fór út í morgun voru  Sophie Gustafson,frá Svíþjóð;  Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku og enska stúlkan Trish Johnson en þær hófu leik af 1. teig kl. 8:40 (6:40 að íslenskum tíma). Golfdrottningin Laura Davies og síðan Hannah Burke og  Helen Alfredsson eru í næsta holli. Þýska heimakonan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2012 hefst á Hólmsvelli á morgun – 139 þátttakendur

Í tilkynningu frá GSÍ segir: „Eimskipsmótaröðin í golfi fer af stað á föstudag þegar fyrsta stigamót sumarsins, Örninn golfverslun mótið, hefst á Hólmsvelli í Leiru. Um 140 kylfingar taka þátt í mótinu og verða leiknar 54 holur með niðurskurði. Talverð eftirvænting ríkir meðal bestu kylfinga landsins fyrir komandi keppnistímabili og má búast við harðri baráttu um sigurinn í Leiru um helgina. Í karlaflokki eru 113 kylfingar skráðir til leiks og 26 í kvennaflokki. Mótahald GSÍ hófst um síðustu helgi þegar leikið var á Arion-banka mótaröð unglinga og á Áskorendamótaröð unglinga. Skemmst er frá því að segja að sprenging var í þátttöku í mótunum og samtals léku um 250 unglingar í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 22:00

Viðtalið: Hafdís Alda Jóhannsdóttir GHR & GK

Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara Golfklúbbs Hellu 2011, Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, en GHR fagnar 60 ára afmæli eftir tæpan mánuð þ.e. 22. júní n.k. Hafdís Alda var t.a.m. í öðru sæti í sínum flokki í fjölmennu Lancôme kvennamóti á Hellu, 6. maí 2012. Hún var með besta skor mótsins án forgjafar. Hafdís Alda spilar líka á Unglingamótaröð Arion banka, sem hófst s.l. helgi.  Hér fer viðtalið: Fullt nafn : Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Klúbbur: Keilir og GHR. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík þann 17. desember 1997. Hvar ertu alin upp? Í Hafnarfirði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý hjá foreldrunum mínum í Hafnarfirði og pabbi minn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga: Rory McIlroy (6. grein af 20)

Þessi 23 ára golfsnillingur frá Norður-Írlandi og núverandi nr. 1 á heimslistanum var með forystuna á Masters 2011 og átti eftir að spila 9 holur en leikur hans gjörsamlega hrundi eftir slæmt högg á 10. braut  og hann lauk seinni 9 á hræðilegum 43 höggum. Hann var samt fljótur að jafna sig þegar hann sigraði á Opna bandaríska risamótinu 2 mánuðum síðar, þar sem hann átti 8 högg á næsta mann og setti allskyns met á mótinu.  Skyldu seinni 9 á The Masters í Augusta 2011 vera það sem Rory sér mest eftir á glæstum ferli sínum? Gefum Rory orðið: „Nei, það er ekki drævið af 10. teig í Augusta Lesa meira