Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Nicholas Colsaerts?

Nicholas Colsaerts er nafn sem sést hefir ofarlega á skortöflum á mótum Evrópumótaraðarinar það sem af er keppnistímabilsins 2012 og nú um helgina gerðist það loks að hann sigraði mót þ.e. Volvo World Match Play Championship í Casares í Andaluciu. Belgar hafa ekki verið atkvæðamiklir í golfi a.m.k. ekki ofarlega á blaði í helstu mótaröðum heims og er skemmtilegt ef nú er að verða breyting á, því golf í Belgíu á sér nokkra hefð. Hver er þessi geðþekki belgíski kylfingur? Nicolas Colsaerts fæddist í Schaerbeek í Belgíu, 14. nóvember 1982 og er því 29 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000, á 18 ára afmælisdaginn og hlaut mjög fljótlega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 09:00

Tiger í toppbaráttunni innan skamms

Tiger Woods heldur því fram að hann muni innan skamms vera með í toppbaráttunni í viku hverri, jafnvel þótt nýlegar niðurstöður bendi til annars. „Ég held að ég sé að stefna í rétta átt,“ sagði Tiger í  Congressional Country Club, þar sem hann var að kynna AT&T National mótið sem fram fer 28. júní – 1. júlí n.k. „Ég ætla að reyna að halda áfram að bæta mig í áföngum og í öllum þáttum leiks míns til þess að reyna að gera hvern og einn þáttanna skilvirkari.“ Tiger hefir sigrað í einu móti á þessu ári, en féll nýlega aftur í lægð þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurð í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk keppni í Greensboro svæðisúrslitunum á 74 höggum í síðasta móti sínu í háskólagolfinu

Dagana 17.-19. maí fór fram á golfvelli Grandover Resort & Conference Center fram NCAA East Regional – NCAA Greensboro Regional, þ.e. svæðisúrslitin í Austur-deildinni. Þátttakendur voru 75 og þeirra á meðal voru  Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte 49´s. Ólafur Björn spilaði samtals á+13 yfir pari, 229 höggum (75 80 74) og var síðasti hringur hans langbestur. Hringurinn var jafnframt sá síðasti hjá Ólafi Birni í bandaríska háskólagolfinu, en hann hyggst gerast atvinnumaður í haust og spila á sterkum áhugamannamótum í sumar s.s. Andrews Trophy Links og Opna breska áhugamannamótinu. Ólafur Björn var á 2.-3. besta skori liðs síns. Lið Charlotte háskóla varð í 11. sæti af 14, sem þátt tóku, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 18:25

Unglingamótaröð Arion banka hófst nú um helgina – myndasería

Um helgina var leikið á 1. móti Arion banka mótaröð unglinga á Garðavelli á Akranesi en Golfklúbbur Reykjavíkur sá um framkvæmd mótsins. Það voru 140 unglingar skráðir í mótið og luku 131 keppni. Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: UNGLINGAMÓTARÖÐ ARION BANKA Á GARÐAVELLI HJÁ GL – 20. MAÍ 2012 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék frábært golf seinni keppnisdaginn (20. maí 2012) en hún  lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari og setti vallarmet af bláum teigum á Garðavelli. Guðrún Brá fékk sjö fugla og einn skolla á hringnum í dag og bætti fyrra vallarmet af bláum teigum um fjögur högg en það átti Ragnhildur Sigurðardóttir frá árinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 18:20

Unglingamótaröð Arion banka (1) hjá GL – 19. & 20. maí 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 12:35

LEK: Auður Dúadóttir, Steinunn Sæmunds- dóttir, Þorsteinn Geirharðsson, Þórir V Þórisson og Sigurður Albertsson sigruðu á viðmiðunarmóti LEK í Leirunni – 20. maí 2012 – myndasería

Í gær fór fram viðmiðunarmót LEK í Leirunni.  Var keppt í 3 aldursflokkum konum 50+ ; körlum 55+ og körlum 70+.  Frábært veður var sólskin og blíða og skartaði Hómsvöllur sínu fegursta miðað við árstíma. Skor voru líka nokkuð góð.   Þátttakendur í mótinu voru 159 og luku 153 keppni. Leikfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar og 1 verðlaun veitt fyrir besta skor. Svo var einnig keppt í punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Sjá má myndaseríu úr mótinu með því að smella hér: MYNDASERÍA ÚR VIÐMIÐUNARMÓTI LEK – HJÁ GS 20. MAÍ 2012 Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Í höggleik án forgjafar: Konur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 12:30

Viðmiðunarmót LEK hjá GS – 20. maí 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 08:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Snorrason – 21. maí 2012

Það er Sveinn Snorrason, sem er afmæliskylfingur dagins. Sveinn er fæddur 21. maí 1925 og því 87 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Í fyrra var Sveinn m.a. elsti þátttakandi í Íslandsmóti eldri kylfinga í Kiðjaberginu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Manuel Lara, 21. maí 1977 (35 ára);  Fabrizio Zanotti (Paraguay), 21. maí 1983 (29 ára);  Gary Woodland, 21. maí 1984 (28 ára); John Huh, 21. maí 1990 (22 ára) ……… og ………… Eyþór Eiríksson  (17 ára) Fríða Bonnie Andersen (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 07:15

PGA: Dufner sigurvegari á HP Byron Nelson Evróputúrinn: Colsaerts vann Volvo mótið LPGA: Muñoz sigraði í Sybase holukeppninni

PGA Tour: Það var Jason Dufner sem stóð uppi sem sigurvegari á HP Byron Nelson mótinu, á TPC Four Seasons golfvellinum, í Irving, í Texas. Alls spilaði Dufner á -11 undir pari, samtals 269 höggum (67 66 69 67). Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Dicky Pride höggi á eftir Dufner. Þriðja sætinu deildu síðan 4 kylfingar 2 höggum á eftir Dufner, þ.e. þeir Marc Leishman frá Ástralíu, Jonas Blixt frá Svíþjóð og Bandaríkjamennirnir Joe Durant og JJ Henry. Til þess að sjá úrslitin í HP Byron Nelson mótinu smellið HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokadags (4. dags) HP Byron Nelson mótsins smellið HÉR: Til þess að sjá högg 4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2012 | 23:30

Henning Darri Þórðarson sigraði í flokki 14 ára og yngri stráka á Unglingamótaröð Arion banka

Það var Henning Darri Þórðarson í Golfklúbbnum Keili sem átti hreint frábæran hring í dag á Unglingamótaröð Arion banka, spilaði Garðavöll á -2 undir pari, 70 höggum.  Þetta var næstbesta skorið í öllu mótinu og kemur hjá þeim sem spilar í yngsta aldursflokknum, þ.e. flokki 14 ára og yngri stráka. Í gær spilaði Henning Darri á sléttu pari og lauk því keppni á samtals -2 undir pari, samtals 142 höggum (72 70), sem er s.s. fyrr segir næstbesta skorið í keppninni allri.  Stórglæsilegt hjá Henning Darra og greinilegt að hér er mikið efni á ferðinni!!! Í 2. sæti varð Fannar Ingi Steingrímsson, GHG.  Hann spilaði Garðavöll á samtals +11 yfir Lesa meira