Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga: (5. grein af 20) Arnold Palmer

Konungurinn (Arnold Palmer) aðalstjarna golfíþróttarinnar, Arnold Palmer eða Arnie eins og hann er kallaður af vinum sínum, skyldi hann sjá eftir einhverju á löngum ferli?  Arnie er enn plagaður af atburði sem átti sér stað fyrir meira en hálfri öld. Gefum honum orðið:

„Ekki langt frá brautarglompunum við 18. holu á Augusta National er staður þar sem hellast yfir mig sársaukafullar golfminningar í hvert sinn sem ég geng framhjá honum. Þegar ég spila með  ungum kylfingum bendi ég á staðinn þannig að þeir læri og sem viðvörun.  Þetta er svið tragískra mistaka, mistaka sem kostuðu mig 1. sætið á the Masters 1961.

Ég fór af teig á 18. og átti 1 högg á Gary Player. Boltinn minn var á braut, ég var að spila vel og hafði unnið Masters tvisvar áður. Ég var fullur sjálfstrausts – ég hafði of mikið sjálfstraust. Áður en ég komst að boltanum mínum leit ég til vinstri og sá gamlan vin minn George Low. Ég gekk að köðlunum sem skildu að brautina og  áhorfendur til að segja halló. „Vel gert, strákur,“ sagði George. „Þú vannst þetta!“

Þegar ég gekk aftur að bolta mínum, var ég að hugsa um allt annað en höggið sem ég var að fara að slá.  Ég hafði leyft mér að slaka á og sló boltann í hægri glompuna. Ég sló allt of fljótt úr sandinum, yfirsló green-ið og boltinn rúllaði niður hallann hinum megin. Ég átti slæmt pútt og missti púttið fyrir skolla. Þetta gerðist allt svo fljótt og var svo sjokkerandi.

Eftir að allt var afstaðið, þegar ég fór í bílinn minn til þess að keyra í burt, þá var ég svo reiður að ég sló golfskónum mínum á sætið og beyglaði sígarettuhulstur sem [formaður Augusta National] Clifford Roberts hafði gefið eiginkonum þátttakenda í mótinu nokkrum dögum áður.

Að tapa á Opna bandaríska á Olympic vellinum 1966 voru mikil vonbrigði, en það var vegna röð minniháttar atriða, nokkrum feilhöggum og nokkrum púttum sem ég missti. [Palmer hafði 7 högga forskot á leikfélaga sinn Billy Casper þegar átti eftir að spila 9 holur og tapaði í umspili]. En á the Masters 1961 gerði ég mistök sem fór gegn öllu sem pabbi hafði kennt mér um keppnisgolf. Ef ég gæti endurtekið þetta, þá get ég gulltryggt ykkur að ég myndi ekki endurtaka þau mistök.

Ég á enn sígarettuhulstrið. Það er á kommóðunni minni á skrifstofu minni í Labrobe. Til minnis um allt, bæði gott og slæmt.“

Heimild: Golf Digest