
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (11. grein af 21): Warren Abery og Lloyd Kennedy
Í dag verður fram haldið kynningu á nýju strákunum á Evróputúrnum 2012, sem hlutu kortið sitt á lokaúrtökumóti Q-school túrsins í Girona, á Spáni 10.-15. desember á s.l. ári.
Í kvöld verða Warren Abery og Lloyd Kennedy kynntir.
Byrjum á Lloyd Kennedy, sem varð í 17. sæti í Q-school.
Lloyd Kennedy fæddist í Chelmsford á Englandi 4. apríl 1985 og er því 27 ára. Hann er í golfklúbbi Chelmsford. Fyrir utan golfið hefir hann áhuga á fótbolta.
Kennedy gerðist atvinnumaður 2006 og hefir undanfarin 6 ár farið margar ferðir í Q-school, en auk ferðarinnar góðu 2011 tók hann þátt 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.
Lloyd Kennedy lýsti ferðinni í Q-school 2011 sem besta augnabliki ferils síns þ.e. eftir að hann var búinn að tryggja sér 17. kortið sem í boði var.
Kennedy gerðist s.s. áður segir atvinnumaður 19 ára, þ.e. 8 árum eftir að hann byrjaði í golfi og 5 árum eftir að hann „fór að spila af einhverri alvöru.“ Lloyd Kennedy spilaði á Europro Tour og spilaði síðan 3 keppnistímabil á Challenge Tour áður en hann komst í 1. deildina. Hann varð í 49. sæti á stigalistanum 2009 og í 57. sæti 2010, en tókst að tryggja sér sæti á lokamóti Challenge Tour, Apulia Domenico Grand Final, eftir að hafa orðið í 45. stigalistans með nokkrum góðum niðurstöðum á túrnum, þ.á.m. 3. sætinu á Fred Olsen Challenge de España. Lloyd Kennedy telur að reynslan á Challenge Tour eigi eftir að nýtast honum vel á Evróputúrnum. Áhugamannsferill hans er fremur stuttur en hann tók m.a. þátt í English Boys Home Internationals og stóð sig vel í mótum á heimaslóðum. Kennedy segir mömmu sína hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hún veitti honum tækifæri á að stunda íþróttina sem hann elskar, golfið og eins var Tiger Woods átrúnaðargoð hans þegar hann var lítill.
Warren Abery varð í 16. sæti í Q-school.
Warren Abery fæddist 28. júní 1973 í Durban, Suður-Afríku og er því 38 ára. Abery gerðist atvinnumaður 1997. Auk Q-school þátttöku 2011 tók Abery þátt í Q-school 1998, 1999 og 2005.
Abery varð að fá fugl á 108. og lokaholu á Q-school 2005 til að tryggja sér kortið á Evróputúrnum, hann átti frábært aðhögg þar sem hann setti boltann 2 metra frá pinna og setti síðan púttið niður undir ofurpressu. Hann varð í 165. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar 2006 og hélt því ekki kortinu 2007. Hann hefir aldrei verið með golfþjálfara og kýs „að finna út úr hlutunum sjálfur“ jafnvel þegar hann fékk verki í mjóbakið, sem hrjáði hann í 2 ár og stefndi öllum ferlinum í hættu. Nú er hann sem betur fer búinn að ná sér og eftir að hann hlaut 16. kortið í Q-school 2011 spilar hann nú á Evróputúrnum. Kannski vert að geta að hann spilaði sem áhugamaður í Suður-Afríku og keppti m.a. í Eisenhower Trophy fyrir land sitt jafnframt því sem hann vann South African Amateur Championship árið 1995. Eins hefir Abery spilað á Sólskinstúrnum með góðum árangri. Meðal áhugamála Warren Abery fyrir utan golf eru rugby, cricket og veiðar. Warren Abery er sem stendur nr. 565 á heimslistanum.
Sjá má úrslit í lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar 2011 HÉR:
Heimild: europeantour.com
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023