Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marina Arruti – 23. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Marina Arruti. Marina fæddist í San Sebastian, 23. maí 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Marina gerðist atvinnukylfingur 5. janúar 1995.  Hún átti mjög góðan áhugamannaferil vann m.a. Portuguese International Champion 1993 og British U-23 Amateur Champion 1994.  Sem atvinnumaður hefir hún m.a. sigrað Austrian Open, 1999.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (64 ára);  Jamie Elson, 23. maí 1981 (31 árs)

….. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is