Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 18:45

Evróputúrinn: Drysdale og Lawrie leiða eftir 1. dag BMW PGA Championship

Í dag hófst BMW PGA Championship í Wentworth Club, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Það eru Skotinn David Drysdale og Írinn Peter Lawrie, sem tekið hafa forystuna, eru báðir búnir að spila á 66 höggum. Drysdale var með 7 fugla og 1 skolla og Lawrie var með glæsilega „hreint“ skorkort, var með 4 fugla og 1 örn.

Fimm kylfingar deila 3. sætinu 1 höggi á eftir þ.e. á 67 höggum – 5 undir pari  Englendingurinn Justin Rose, Walesverjinn Jamie Donaldson, Spánverjinn Alvaro Quiros og Svíarnir Richard S Johnson og Niclas Fasth.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag BMW PGA Championship smellið HÉR: