Eimskipsmótaröðin 2012 hefst á Hólmsvelli á morgun – 139 þátttakendur
Í tilkynningu frá GSÍ segir:
„Eimskipsmótaröðin í golfi fer af stað á föstudag þegar fyrsta stigamót sumarsins, Örninn golfverslun mótið, hefst á Hólmsvelli í Leiru. Um 140 kylfingar taka þátt í mótinu og verða leiknar 54 holur með niðurskurði. Talverð eftirvænting ríkir meðal bestu kylfinga landsins fyrir komandi keppnistímabili og má búast við harðri baráttu um sigurinn í Leiru um helgina. Í karlaflokki eru 113 kylfingar skráðir til leiks og 26 í kvennaflokki.
Mótahald GSÍ hófst um síðustu helgi þegar leikið var á Arion-banka mótaröð unglinga og á Áskorendamótaröð unglinga. Skemmst er frá því að segja að sprenging var í þátttöku í mótunum og samtals léku um 250 unglingar í mótum á þessum tveimur mótaröðum. Það eru góð fyrirheit fyrir sumarið.
Sex stigamót eru á dagskrá á Eimskipsmótaröðinni í sumar og helsta breytingin á mótaröðinni í ár er sú að öll höggleiksmótin eru hið minnsta 54 holur með niðurskurði. Þessi breyting er gerð til að mótin telji til stiga á áhugaheimslistanum en góð staða á áhugaheimslistanum getur hjálpað okkar bestu kylfingum í að fá keppnisrétt á sterkum áhugamannamótum erlendis. Íslandsmótið í höggleik er að venju 72 holur og fer að þessu sinni fram á Strandarvelli á Hellu á 60 ára afmælisári Golfklúbbs Hellu.
Birgir Leifur með í Leirunni
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur skráð sig til leiks í Leiru og verður spennandi að fylgjast með framgöngu hans í mótinu. Birgir er fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik og lék síðast á mótaröðinni sumarið 2010 þegar hann varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni. Hann er einnig með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu sem er næststerkasta mótaröð Evrópu.
Núverandi Íslandsmeistarar í höggleik, þau Axel Bóasson úr GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, snúa einnig aftur á völlinn þar sem þau urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan og verður spennandi að sjá hvernig þeim reiðir af. Flestir af bestu kylfingum landsins verða með um helgina og að sögn Suðurnesjamanna kemur Hólmsvöllur í Leiru mjög vel undan vetri. Góð skor gætu því litið dagsins ljós um helgina.
Lifandi skor frá mótaröðinni
Líkt og undanfarin ár mun GSÍ halda úti lifandi skori í mótum á Eimskipsmótaröðinni og er það gert í samstarfi við Epli.is. Skor keppenda verður uppfært á þriggja holu fresti og jafnharðan birt á heimasíðu GSÍ. Þannig geta kylfingar um allt land fylgst með keppni frá Eimskipsmótaröðinni með einföldum hætti í gegnum netið. Farsímalausn heimasíðu GSÍ, m.golf.is/, gerir áhorfendum í mótum á mótaröðinni einnig kleift að fylgjast með gangi mála á keppnisstað.
„Mér líst vel á mótaröðina í sumar. Það verður spennandi að sjá hvernig kylfingar koma undan vetri. Það er ekki spurning að það verður hart barist um sigur í mótunum,“ segir landsliðskylfingurinn Arnar Snær Hákonarson úr GR sem var í toppbaráttunni á mótaröðinni í fyrra. Arnar Snær er hlynntur þeim breytingum sem gerðar eru á mótaröðinni.
„Það er frábært að öll mót séu nú a.m.k. 54 holur með niðurskurði. Sú breyting gerir þetta miklu skemmtilegra og nú fáum við stig sem gilda til heimslista áhugamanna. Íslandsmótið í holukeppni verður einnig miklu sterkara með því að halda það í lok júní. Ég ætla að spila mitt golf í sumar og ef það tekst þá er ekki spurning að ég á eftir að ná langt,“ segir Arnar bjartsýnn.
Eimskipsmótaröðin 2012:
25.-27. maí Örninn Golf; Hólmsvöllur GS
9.-10. júní Egils Gull; Vestmannaeyjavöllur GV
26.-29. júní Íslenska Lögfræðistofan; Íslandsmótið í holukeppni/Leirdalsvöllur GKG
26.-29. júlí Eimskip; Íslandsmótið í höggleik/Strandarvöllur GHR
17.-19. ágúst Kiðjabergsvöllur GKB
1.-2. september Síminn; Grafarholtsvöllur GR
7.-8. september KPMG-bikarinn/Leirdalsvöllur GKG
Arion-banka mótaröð unglinga 2012:
19.-20. maí Garðavöllur GL
2.-3. júní Þverárvöllur GÞH
15.-16. júní Korpúlfsstaðavöllur GR
22.-24. júlí Íslandsmótið í höggleik/Kiðjabergsvöllur GKB
7.-9. ágúst Íslandmótið í holukeppni/Þorláksvöllur GÞ
25.-26. ágúst Urriðavöllur GO
Áskorendamótaröð Arion-banka 2012:
19. maí Nesvöllur NK
2. júní Kirkjubólsvöllur GSG
16. júní Húsatóftavöllur GG
21. júlí Svarfhólsvöllur GOS
25. ágúst Kálfatjarnarvöllur GVS“
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024