Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 20:45

Stefán Már lauk keppni í 10. sæti í Austurríki

Stefán Már Stefánsson, GR, lauk keppni á Haugschlag NÖ Open í dag, en mótið er hluti af EPD mótaröðinni þýsku.

Stefán Már spilaði samtals -4 undir pari, (73 67 72) og hafnaði í 10. sæti, sem er glæsilegur árangur!!!

Stefán Már spilaði á sléttu pari í dag, fékk 6 fugla, 4 skolla og því miður slæman skramba á 18. holu.

Fyrir sigurinn hlýtur Stefán Már € 745.  Það var Þjóðverjinn Marcel Haremza sem bar sigur úr býtum á -16 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Haugschlag NÖ Open smellið HÉR: