Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2012 | 15:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (7. grein af 20): Annika Sörenstam

Annika þykir einn af bestu kvenkylfingum allra tíma.  Hún sigraði í 72 LPGA mótum, þ.m.t. 10 risamótum, plús 17 öðrum mótum víðs vegar um heiminn áður en hún dró sig í hlé 2008 til þess að stofna fjölskyldu.

Skyldi Annika sjá eftir nokkru eins góð og hún er? Gefum henni orðið:

„Ég myndi alveg örugglega vilja spila aftur 2. höggið á 18. þennan sunnudag í Pumpkin Ridge á Opna bandaríska kvennamótinu 2003.  Þrátt fyrir að ég væri gloppótt í púttunum, komst ég á 72. holu í góðu færi á að sigra. Ég var 223 yarda frá pinna á þessari par-5u, sem var fullkomin lengd fyrir 4-tréð mitt. Fengi ég fugl var sigurinn í höfn – par, og ég hefði komist í umspil. Ég missti höggið til hægri og eftir free drop átti ég enn í vandræðum í trjánum. Ég fékk skolla og 1. sætið rann úr greipum mér. Ég var þarna með fullkomið tækifæri til að sigra í enn einu móti… en það bara gerðist ekki. Pumpkin Ridge var ein af fáum vonbrigðum á skemmtilegu tímabili.

Við gerum öll mistök,  þau eru hluti af lífi okkar. Mikilvægast er að halda áfram og læra af mistökunum [Annika vann 8 LPGA titla árið 2004 og setti met fyrir lægsta meðaltalsskor 68,69 – þrátt fyrir að á þeim tímapunkti væri hjónaband hennar að fjara út]. Ég elska fjölskyldu mína, vinnuna mína og allt í lífi mínu í dag…. en það kostaði öll þessi mistök til þess að ég næði þessum punkti.“

Heimild: Golf Digest