
Luke Donald hlaut lífstíðarþátttökurétt á Evrópumótaröðina
Luke Donald hlaut í gær heiðurs lífstíðar þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi afrek á 2011 keppnistímabilinu, sem var metum stráð.
Englendingurinn varð fyrsti kylfingurinn til þess að vera á toppi peningalistans bæði á European Tour og bandaríska PGA túrnum á sama keppnistímabilinu. Hann var með alls €5,323,400 í verðlaunafé á Race to Dubai lisanum og varð nr. 1 á heimslistanum í fyrsta skipti á ferlinum og hélt því sæti mestallt árið 2011.
Luke náði fyrst 1. sætinu á heimslistanum eftir frábæran sigur á BMW PGA Championship fyrir 12 mánuðum síðan og það er í Wentworth Club, sem Luke hefur titilvörn sína í dag.
Það var aðalframkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar George O’Grady sem veitti Luke Donald silfurgrafða heiðurs lífstíðar þátttökukortið.
Við það tækifæri sagði O’Grady: „Árangur Luke árið 2011 voru einstök. Að verða nr. 1 á heimslistanum í maí fyrir ári við jafn dramatískar aðstæður og í Wentworth var eitt, en að fylgja því eftir með glæstum sigri á Opna skoska á leið sinni að verða í 1. sæti á The Race to Dubai og bandarísk PGA Tour peningalistanum er áhrifmikið. Met Luke árið 2011 segir allt um háan standard stöðugs leiks hans á árinu og það eru mikil forréttindi að heiðra hann á þennan sérstaka hátt með heiðurs lífstíðarþátttökurétti, sem er æðsta heiðursviðurkenning sem veitt er f.h. Evrópumótaraðarinnar.“
Luke Donald sagði m.a. í þakkarræðu sinni: „Þetta er sérstakt. Eins og ég sagði við Verðlaunamáltíð The Players í gær, þá ver mjög hvetjandi það sem Evrópumótaröðin hefir gert á s.l. árum og það er gott minnst sé á mann á sama andartaki og nokkrir af þeim Stóru sem spilað hafa á mótaröðinni og það er mjög sérstakt. Það er mér mikils virði og ég þakka vel fyrir.“ […]
Heimild: europeantour.com
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023