Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 21:45

Eimskipsmótaröðin (2): Arnór Ingi, Gísli Þór og Örvar efstir eftir 1. hring á Egils Gull mótinu í Eyjum

Fyrsta hring af þremur er lokið á Egils Gull mótinu sem fram fer í Vestmannaeyjum er lokið, kylfingar eru nú að spila hring tvö og er áætlað að leik ljúki um kl. 23:00 í kvöld.  Þriðji og síðasti hringurinn verðu svo leikinn á morgun og hefst ræsing kl 7:30 í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með skori keppenda inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor.  Veldu meira og sjáðu stöðu efstu manna. Staðan í karlaflokki er eftirfarandi eftir 1. hring á Egils Gull mótinu: 1 .-3. sæti            Gísli Þór Þórðarson                           GR          70           0 1.-3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 21:30

Eimskipsmótaröðin (2): Signý og Guðrún Brá efstar af konunum eftir 1. hring á Egils Gull mótinu í Eyjum

Fyrsta hring af þremur er lokið á Egils Gull mótinu sem fram fer í Vestmannaeyjum er lokið, kylfingar eru nú að spila hring tvö og er áætlað að leik ljúki um kl. 23:00 í kvöld.  Þriðji og síðasti hringurinn verðu svo leikinn á morgun og hefst ræsing kl 7:30 í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með skori keppenda inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor. Alls eru 17 kvenkylfingar sem þátt taka í Egils Gull mótinu úti í Eyjum. Staða efstu 5 eftir 1. hring er eftirfarandi: 1 .-2. sæti            Signý Arnórsdóttir                              GK          75 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 17:30

Evrópumótaröðin: Lee Westwood sigraði á Nordea Masters

Það var nr. 3 á lista yfir heimsins bestu kylfinga, Lee Westwood, sem sigraði á Nordea Masters mótinu í dag. Samtals spilaði Lee á 19 undir pari, samtals 269 höggum (68 64 68 69).  Í dag fékk hann 2 fugla, 1 skolla og glæsiörn á par-5 12. brautina á golfvelli Bro Hof Slott golfklúbbsins. Slíkir voru yfirburðir Westwood að hann átti 5 högg á þann sem næstur kom Ross Fisher, en hann spilaði á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 68 65 71). Til þess að sjá úrslitin á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 16:30

Eimskipsmótaröðin (2): Egils Gull mótið úti í Eyjum – Tinna, Signý og Arnar Snær í forystu kl. 16:30

Annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár, Egils Gull,  hófst í dag á Vestmannaeyjavelli. Þátttakendur eru 80, þar af 17 konur. Ræsa átti út fyrstu kylfinga kl. 7:30, en vegna þess að fremur hvasst var framan af var ræsingu frestað til kl. 10:00. Skilyrði til golfleiks eru erfið vegna þess hversu hvasst er, en annars er bongóblíða úti í Eyjum og Vestmannaeyjavöllur í góðu ástandi. Nú kl. 16:30 er staðan sú í kvennaflokki að Tinna Jóhannsdóttir, GK og Signý Arnórsdóttir, GK,  eru í forystu,  báðar eru búnar að spila á 3 yfir pari.  Tinna á 9 holur eftir óspilaðar en Signý 3. Í karlaflokki leiðir Arnar Snær Hákonarson, GR; er sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 16:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum (16. grein af 21): Knut Børsheim

Í kvöld verður Knut Børsheim kynntur en hann tók 7. kortið á lokaúrtökumóti Q-school Evróputúrsins, sem fram fór dagana 10. -15. desember á PGA Catalunya í Girona á Spáni. Knut Børsheim fæddist 29. apríl 1987 og er því 25 ára. Knut spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrir sama háskola, Arizona State, og Paul Casey og Phil Mickelson. Hann útskrifaðist 2010 með gráðu í fjármálum. Hápunktur ferils hans í háskólagolfinu kom á síðasta ári hans þegar hann fékk 5 fugla á síðustu 6 holunum og hjálpaði þar með Arizona State að komast í úrslit NCAA. Hann var valinn 2009/10 Men’s Golf Scholar-Athlete of the Year og ávann sér 2010 ESPN All-American Honourable Mention. Knut þjáðist af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1987 og er því 29 ára gamall. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (29 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Robert Sowards, 9. júní 1968 (44 ára);  Keith Horne, 9. júní 1971 (41 árs). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 07:00

LPGA: Se Ri Pak leiðir eftir 2. dag Wegmans risamótsins

Suður-kóreanska stjarnan Se Ri Pak (sjá umfjöllun Golf 1 um Se Ri Pak með því að SMELLA HÉR:) leiðir eftir 2. dag Wegman LPGA Championship. Pak hefir samtals spilað á 3 höggum undir pari, samtals 141 höggi (70 71). Í 2. sæti 1 höggi á eftir Pak eru þýski kylfingurinn Sandra Gal, suður-kóreanski kylfingurinn Inbee Park, bandaríski kylfingurinn Paula Creamer og Mika Miyazato frá Japan. Skorið var niður í gær og miðaðist niðurskurðurinn við 7 yfir pari samtals 151 högg.  Nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng rétt komst í gegnum niðurskurð á samtals 151 höggi (76 75). Margar komust ekki m.a. Caroline Hedwall (77 75); Natalie Gulbis (76 77) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 02:00

PGA: Rory McIlroy leiðir eftir 2. dag FedEx St. Jude Classic – hápunktar og högg 2. dags

Það er nr. 2 í heiminum, Rory McIlroy,  sem er að rífa sig upp úr lægð undanfarandi móta með frábærri spilamennsku á FedEx St. Jude Classic mótinu, sem fram fer nú um helgina á TPC Southwind í Memphis, Tennessee. Rory er búinn að spila á samtals 7 höggum undir pari, samtals 133 höggum (68 65) og er í efsta sæti á mótinu sem stendur. Rory fór á kostum fyrr í kvöld með hring upp á 65 högg, þar sem hann fékk 1 örn, 5 fugla og 2 skolla. Forysta hans er þó naum, því á hæla hans koma, aðeins 1 höggi á eftir, Bandaríkjamennirnir JB Holmes, Jeff Maggert og Kevin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 01:15

GK: Gísli Sveinbergs fór holu í höggi tvo daga í röð

Gísli Sveinbergsson, GK, núverandi Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri náði þeim frábæra árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Korpúlfstaðavelli fimmtudaginn 7. júní s.l., sem er kannski ekki í frásögu færandi nema að hann bætti svo um betur og náði þeim ótrúlega árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Hvaleyrarvelli í gærkvöldi, sem þýðir að hann fór holu í höggi tvo daga í röð. Að vísu var um annan bolta af teig að ræða og því telst höggið ekki gilt,  en engu síður glæsilegur árangur hjá Gísla!!! Gísli undirbýr sig þessa dagana fyrir að taka þátt í sínu fyrsta móti á alþjóðlegum vettvangi. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2012 | 19:15

LET: Arthur og André leiða eftir 1. dag Allianz Ladies Slovac Open

Það er Bree Arthur frá Ástralíu og Lucie André frá Frakklandi sem leiða eftir 1. dag Allianz Ladies Slovak Open.  Mótið hófst á golfvelli Gráa Bjarnarins í Tale í Slóvakíu í dag. Arthur og André spiluðu báðar á 3 höggum undir pari, þ.e. 69 höggum. Þriðja sætinu deilir hópur 7 kylfnga þ.á.m. skoska nýstirnið Carly Booth, sem allur hópurinn spilaði  á 2 höggum undir pari, 70 höggum. í 10. sæti er enn annar stór hópur kylfinga sem allir spiluðu á 1 höggi undir pari, 71 höggi en þeirra á meðal eru m.a. Gwladys Nocera og Becky Brewerton.  Aðeins 2 högg sem skilja að kylfinga í 1. sæti og í 20. sæti Lesa meira