Eimskipsmótaröðin (2): Myndasería frá Egils Gull mótinu
Í dag lauk á Vestmannaeyjavelli, 2. mót Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótið. Þátttakendur voru 80, þar af 17 í kvennaflokki. Það sem einkenndi mótið öðru fremur var nokkuð hvassviðri, sem m.a. olli því að fresta varð rástímum á fyrri degi, en á honum voru spilaðar 36 holur og lauk leik ekki á 2. hring fyrr en rétt fyrir miðnætti 9. júní 2012. Lokahringurinn var spilaður í dag, 10. júní 2012. Sjá má myndaseríu frá mótinu með því að smella hér: EIMSKIPSMÓTARÖÐIN (2) HJÁ GV – 9. OG 10. JÚNÍ 2012 Sigurvegari í karlaflokki varð Þórður Rafn Gissurarson, GR, var á samtals 1 undir pari, 209 glæsihöggum og munaði mest um lokahringinn Lesa meira
Eimskipmótaröðin (2) hjá GV- Egils Gull mótið – 9. og 10. júní 2012
LET: Line Vedel sigraði á Allianz Ladies Slovak Open
Það var danska stúlkan Line Vedel sem sigraði í dag á Allianz Ladies Slovak Open. Line spilaði á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 69 69). Þetta er fyrsti sigur hinnar 23 ára Line frá Aabenraa á Evrópumótaröð kvenna. Eftir sigurinn sagði hún:„Ég er ánægð og spennt. Þetta er bara mikill léttir vegna þess að ég veit að ég gegn spilað gegn þeim bestu, bara að gera það er allt hann hlutur.“ Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð þýska stúlkan Caroline Masson á samtals 5 undir pari, 211 höggum (75 67 69) Nontaya Srisawang frá Thaílandi og Veronica Zorzi frá Ítalíu deildu 3. sætinu á 3 undir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sóley Erla Ingólfsdóttir og Ludviga Thomsen – 10. júní 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Sóley Erla Ingólfsdóttir og Ludviga Thomsen frá Færeyjum. Þær eiga báðar stórafmæli í dag Sóley Erla er 40 ára fædd 10. júní 1972 og Ludviga er 50 ára, fædd 10. júní 1962. Sóley Erla er móðir kylfingsins Ingólfs Orra Gústafssonar og Ludviga er mikill áhugamaður um golf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ludviga Thomsen (50 ára) Sóley Erla Ingólfsdóttir (40 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hee-Won Han, 10. júní 1978 (34 ára); Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (25 ára) ….. og ….. Benedikt S. Lafleur (47 ára) Daníel Einarsson (53 ára) Sigurlaug Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (2): Þórður Rafn Gissurarson sigraði á Egils Gull mótinu í Eyjum – spilaði á 66 höggum í dag!!!
Það var Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem bar sigurorð af keppinautum sínum á 2. móti Eimskipsmótarðarinnar, Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum í dag. Þórður Rafn spilaði á samtals 1 undir pari 209 höggum (72 71 66). Hann átti glæsihring upp á -4 undir pari í dag 66 högg. Á hringnum í dag fékk Þórður Rafn 7 fugla, 1 skolla og slæman skramba á par-5, 16. brautina. Í 2. sæti varð framkvæmdastjóri GOS, Hlynur Geir Hjartarson. Hlynur Geir spilaði á samtals parinu 210 höggum (74 71 65) og átti besta skorið í mótinu 65 högg!!! Hlynur Geir var með 6 fugla og 1 skolla í dag. Í 3. sæti varð Haraldur Lesa meira
Eimskipamótaröðin(2): Berglind Björnsdóttir sigraði á Egils Gull mótinu í kvennaflokki
Í dag var spilaður á Vestmannaeyjavelli 3. og síðasti hringur á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu. Nú hafa allar í kvennaflokki lokið leik, en alls tóku 17 þátt. Berglind Björnsdóttir, GR, sigraði í kvennaflokki á samtals 11 yfir pari, samtals 221 höggi (78 71 72). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð efnilegasti kylfingur ársins 2011, Sunna Víðisdóttir, GR. Sunna kom í hús á frábæru skori, spilaði lokahringinn á 3 undir pari og er sú eina í kvennaflokki, sem átti hring undir pari á Vestmannaeyjavelli í mótinu . Alls spilaði Sunna á 12 yfir pari, 222 höggum (77 78 67). Í 3. sæti varð síðan Signý Arnórsdóttir, GK. Hún Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (2): Axel Bóasson í forystu á -2 undir pari eftir 2. hring á Egils Gull mótinu í Eyjum
Axel Bóasson, GK, tók forystuna á 2. hring Egils Gull mótsins þann 9. júní 2012, en þá voru spilaðir fyrstu 2 hringirnir í mótinu. Ekki tókst að ljúka 2. hring á Vestmannaeyjavelli fyrr en undir miðnætti. Axel spilaði 2. hring á glæsilegum 4 undir pari, 66 höggum!!! Samtals er hann því á 2 undir pari eftir 2 hringi (72 66). Axel er sá eini í mótinu sem er á skori undir pari eftir 2 spilaði hringi. Í 2. sæti er Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, á samtals sléttu pari eftir 2 hringi (70 70). Þriðja sætinu deila síðan Þórður Rafn Gissurarson, GR og Arnar Snær Hákonarson, GR, báðir á samtals 3 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (2): Berglind leiðir eftir 2. hring á Egils Gull mótinu í Eyjum í kvennaflokki
Það er Berglind Björnsdóttir, GR, sem leiðir í kvennaflokki á Vestmannaeyjavelli eftir 2. hring á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Egils Gull mótinu. Berglind er samtals búin að spila á 9 yfir pari, samtals 149 höggum (78 71). Í 2. sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, aðeins 1 höggi á eftir, 10 yfir pari, samtals 150 höggum (75 75). Þriðja sætinu deila síðan Signý Arnórsdóttir, GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á samtals 13 yfir pari hvor, Signý (75 78) og Ólafía Þórunn (77 76). Sjá má stöðuna í kvenna flokki eftir 2 hring í heild með því að SMELLA HÉR: Staða efstu 10 í kvennaflokki eftir 2. hring á Egils Lesa meira
PGA: Love III, Merrick og O´Hern leiða eftir 3. dag FedEx St. Jude Classic – hápunktar og högg 3. dags
Það eru 3 sem deila forystunni á FedEx St. Jude Classic fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður í dag: Hinn 48 ára Davis Love III, John Merrick landi hans frá Bandaríkjunum og Nick O´Hern frá Ástralíu. Allir hafa þeir spilað á samtals 6 undir pari; Love (68 68 68); Merrick (66 69 69) og O´Hern (70 67 67). Fjórða sætinu deila 6 kylfingar þ.á.m. Rory McIlroy og Dustin Johnson. Allir hafa þeir spilað á samtals -5 undir pari og eru því aðeins 1 höggi á eftir forystuþremenningunum. Í 10. sætinu er síðan Bandaríkjamaðurinn JB Holmes á samtals 4 undir pari, aðeins 2 höggum á eftir þeim Love III, Merrick og O´Hern. Lesa meira
Kristján Þór og Ólafur Björn komust ekki áfram á St. Andrews Links Trophy
Kristján Þór Einarsson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK, komust ekki í gegnum niðurskurð á St. Andrews Links Trophy mótinu, sem fram fer í vöggu golfíþróttarinnar, á St. Andrews í Skotlandi. Kristján Þór spilaði á samtals á 10 yfir pari, 152 höggum (76 76); en Ólafur Björn á 4 yfir pari, 146 höggum (73 73). Það munaði aðeins 1 höggi að Ólafur Björn kæmist í gegnum niðurskurðinn en hann var miðaður við 3 yfir pari. Aðeins 40 efstu komust í gegnum niðurskurð og því miður komust okkar menn ekki í gegn í þetta sinn. Efstur eftir 2. hring er Hollendingurinn Daan Hutzing, en hann er búinn að spila á 14 Lesa meira







