Evróputúrinn: Lee Westwood í 1. sæti fyrir lokadag Nordea Masters
Það er nr. 1 á heimslistanum, Lee Westwood, sem heldur enn forystu eftir 3. keppnisdag Nordea Masters. Samtals er Westwood búinn að spila á samtals 16 höggum undir pari eða samtals 200 höggum (68 64 68). „Ég spilaði vel“ sagði Westwood m.a. eftir hringinn. „Ég sló mikið af góðum höggum og var stöðugur. Ég var ekki í miklum vandræðum – ég lenti í smá vandræðum á 2. holu og þarf fékk ég eina skolla dagsins.“ Lefty er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur, Ross Fisher, sem búinn er að spila á samtals 13 höggum undir pari, samtals 203 höggum (70 68 65). Í 3. sæti er „heimamaðurinn“ Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga (16. grein af 20): Ernie Els
Ernie Els hefir sigrað í 64 mótum á heimsvísu, þ.á.m. í 3 risamótum: tvívegis í Opna bandaríska og einu sinni í Opna breska. Það getur ekki verið að Ernie Els sjái eftir nokkru á ferlinum, eða hvað? Skyldi hann sjá eftir að hafa aldrei sigrað á the Masters eða á PGA Championship …. Nei. … en, hann sér enn eftir pútti sem hann missti. Gefum Ernie orðið: „Förum aftur til ársins 1995 og PGA Championship á Riviera. Það er púttið á 16. holu, sem fór eins og í skeifu eftir holunni og vildi ekki detta. Ég var í forystu og var að rífa mig upp úr ógöngum. Ég hugsa að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kathryn Marshall Imrie – 8. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er skoski kylfingurinn Kathryn Christine Marshall, sem tók upp ættarnafnið Imrie þegar hún gifti sig. Hún er fædd 8. júní 1967 og á því 45 ára afmæli í dag. Kathryn átti mjög farsælan áhugamannsferil; árin 1981 og 1985 var hún skoskur skólameistari (ens.: Scottish Schools’ champion); árin 1983-85 var hún skoskur unglingameistari (ens.: Scottish Youth’s champion) og árið 1983 var hún skoskur unglingameistari í holukeppni og meistari í höggleik (ens.: the Scottish Junior Open Strokeplay Champio) árin 1985, 1986 og 1987. Kathryn var hluti af Curtis Cup liðinu 1990. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með the University of Arizona, þar sem hún var All-American, 1989. Kathryn gerðist atvinnumaður í Lesa meira
Birgir Leifur spilaði á 75 höggum 2. dag Kärnten Golf Open
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði 2. hring í dag á Kärnten Golf Open styrktu af Mazda, í Golf Club Kärnten-Seltenheim. Birgir Leifur fékk 4 skolla og 1 fugl á fyrri 9 og fugl og skolla á seinni 9. Hann er samtals búinn að spila á 147 höggum (72 75) eða þremur yfir pari. Hann deilir sem stendur 123. sætinu af 156 þátttakendum. Ólíklegt að hann komist í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá stöðuna á Kärnten Golf Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
GA: Jaðarinn frábær miðað við árstíma – Skráning í Arctic Open í fullum gangi !
Golfsumarið byrjar vel á Akureyri. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Arctic Open mótið, sem verður sérlega veglegt í ár. „Kvöldsólin, hitinn og næturkyrrðin minna mig á bestu stundirnar á Arctic Open“ segir Halla Sif Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar þegar hún er spurð um stöðuna á golfvellinum að Jaðri þetta vorið. Undanfarna daga hefur einmuna blíða leikið við kylfinga á Akureyri og völlurinn að Jaðri sjaldan komið svo vel undan vetri sem nú. Alla daga, frá morgni og langt fram á kvöld, keppast norðlenskir kylfingar við að njóta veðurblíðunnar og lífsins á golfvellinum í sól og góðum félagsskap. Golfvöllurinn að Jaðri er í frábæru ástandi og verður betri með hverjum Lesa meira
LPGA: Ryann O´Toole, Beatriz Recari & Giulia Sergas leiða eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship
Það eru þær Ryann O´Toole, Beatriz Recari & Giulia Sergas, sem leiða eftir 1. dag Wegmans LPGA Championship risamótsins, sem hófst í gær á Locust Hills Country Club í Pittsford, New York. Þær spiluðu allar á 3 undir pari eða 69 höggum. Á hælunum á þeim er hópur 7 kylfinga, aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 70 höggum, sem deilir 4. sætinu. Þ.á.m. er nr. 5 í heiminum Cristie Kerr og fyrrum nr. 1 í heiminum Ai Miyazato. Sex kylfingar deila síðan í 11.sæti, þ.á.m. þýska W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal og norska frænka okkar Suzann Pettersen, en þær spiluðu á 71 höggi og eru aðeins 2 höggum á Lesa meira
PGA: Maggert og Merrick leiða eftir 1. dag St. Jude Classic
Í dag byrjaði á TPC Southwind golfvellinum í Memphis, Tennessee, St. Jude Classic mótið. Mjög fátt af stærstu nöfnunum er meðal keppenda, þar sem allir eru að hvílast eða undirbúa sig fyrir Opna bandaríska sem byrjar í næstu viku í San Francisco og stendur frá 14.-17. júní n.k. Með einni stórri undantekningu. Rory McIlroy ákvað á síðustu stundu að taka þátt og spilaði á 68 höggum í dag, þ.e. var á tveimur undir pari og er meðal efstu manna. Í viðtali eftir hringinn sagði Rory m.a. að þetta væri með betri hringjum sem hann hefði spilað um skeið (Sjá viðtal við Rory eftir hringinn góða með því að SMELLA HÉR:) Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (15. grein af 21): Gary Orr og Emiliano Grillo
Hér verður fram haldð að kynna nýju strákana á Evróputúrnum, sem komust í gegnum Q-school Evróputúrsins, 10.-15. desember 2011 í Girona á Spáni í desember s.l. Í kvöld verða þeir kynntir sem urðu í 8. og 9. sætinu á lokaúrtökumótinu á PGA Catalunya; þ.e. Gary Orr og Emiliano Grillo. Byrjum á Emiliano Grillo. Emiliano Grillo. Emiliano Grillo er frá Argentínu og fæddist 14. september 1992. Hann er því 19 ára. Ákvörðun hans að flytjast að heiman 14 ára frá heimabæ sínum til argentínsku höfuðborgarinnar Buenos Aires, þannig að hann gæti spilað golf hefir borið ávexti þegar hann hlaut 9. sætið á Q-school Evrópuraðarinnar. Hann sagði síðar í viðtali að val Lesa meira
Birgir Leifur á parinu eftir 1. dag Kärnten Golf Open
Í dag hófst í Klagenfurt í Austurríki, Kärnten Golf Open styrkt af Mazda, í Golf Club Kärnten-Seltenheim, en mótið er hluti Áskorendamótaraðarinnar. Meðal þátttakenda er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Birgir Leifur spilaði á sléttu pari í dag fékk 2 fugla og 1 skolla á seinni 9, en hann byrjaði á 10. teig í dag og 2 skolla og 1 fugl á fyrri 9. Hann deilir sem stendur 84. sætinu ásamt 16 keppendum, en þátttakendur í mótinu eru 156. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna á Kärnten Golf Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Mesta eftirsjá stórkylfinga (15. grein af 20): Pat Bradley
Frægðarhallarkylfingurinn Pat Bradley var umdeild sem fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins árið 2000, þegar Annika Sörenstam setti niður vipp í betri bolta og Bradley krafðist þess, s.s. frægt er að hún endurtæki höggið vegna þess að Annika hafði ekki rétt á að slá þ.e. bandaríska stúlkan var nær holu, en Annika tók af henni höggið. Skv. reglu 10-1-c fær sá sem spilar á undan þótt hann eigi ekki rétt á því ekki víti en andstæðingur getur krafist þess að viðkomandi spili höggið aftur og það var nákvæmlega það sem fyrirliðinn Pat Bradley lét hina stórhættulegu Anniku gera. Annika endurtók höggið og boltinn fór í þetta skiptið ekki ofan í holu Lesa meira









