Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 07:00

LPGA: Se Ri Pak leiðir eftir 2. dag Wegmans risamótsins

Suður-kóreanska stjarnan Se Ri Pak (sjá umfjöllun Golf 1 um Se Ri Pak með því að SMELLA HÉR:) leiðir eftir 2. dag Wegman LPGA Championship. Pak hefir samtals spilað á 3 höggum undir pari, samtals 141 höggi (70 71).

Í 2. sæti 1 höggi á eftir Pak eru þýski kylfingurinn Sandra Gal, suður-kóreanski kylfingurinn Inbee Park, bandaríski kylfingurinn Paula Creamer og Mika Miyazato frá Japan.

Skorið var niður í gær og miðaðist niðurskurðurinn við 7 yfir pari samtals 151 högg.  Nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng rétt komst í gegnum niðurskurð á samtals 151 höggi (76 75). Margar komust ekki m.a. Caroline Hedwall (77 75); Natalie Gulbis (76 77) og frænka Tiger, Cheyenne Woods (75 79).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Wegman LPGA Championship SMELLIÐ HÉR: