
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (16. grein af 21): Knut Børsheim
Í kvöld verður Knut Børsheim kynntur en hann tók 7. kortið á lokaúrtökumóti Q-school Evróputúrsins, sem fram fór dagana 10. -15. desember á PGA Catalunya í Girona á Spáni.
Knut Børsheim fæddist 29. apríl 1987 og er því 25 ára.
Knut spilaði í bandaríska háskólagolfinu fyrir sama háskola, Arizona State, og Paul Casey og Phil Mickelson. Hann útskrifaðist 2010 með gráðu í fjármálum. Hápunktur ferils hans í háskólagolfinu kom á síðasta ári hans þegar hann fékk 5 fugla á síðustu 6 holunum og hjálpaði þar með Arizona State að komast í úrslit NCAA. Hann var valinn 2009/10 Men’s Golf Scholar-Athlete of the Year og ávann sér 2010 ESPN All-American Honourable Mention.
Knut þjáðist af krónískri þreytu eftir háskólaár sín en eftir að hafa náð upp fyrri styrp tryggði hann sér boð styrktaraðila til að spila á Áskorendamotaröðinni þ.á.m. Kazakhstan Open, þar sem hann varð í 2. sæti á eftir
Englendingnum Tommy Fleetwood. Á lokaúrtökumóti Q-school varð hann í 7. sæti og tryggði sér því keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í ár, þ.e. keppnistímabilið 2012, eftir að hafa naumlega af því að komast á mótaröðina eftir sætisröðun á Áskorendamótaröðinni. Á lokaúrtökumótinu spilaði hann frábærlega fór m.a tvívegis holu í höggi. Í frítíma sínum fyrir utan golfið segir Knut að helsta áhugamálið sé að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023