Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012 úti í Eyjum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 21:30

Eimskipsmótaröðin (2): Signý og Guðrún Brá efstar af konunum eftir 1. hring á Egils Gull mótinu í Eyjum

Fyrsta hring af þremur er lokið á Egils Gull mótinu sem fram fer í Vestmannaeyjum er lokið, kylfingar eru nú að spila hring tvö og er áætlað að leik ljúki um kl. 23:00 í kvöld.  Þriðji og síðasti hringurinn verðu svo leikinn á morgun og hefst ræsing kl 7:30 í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með skori keppenda inn á www.golf.is/skor og m.golf.is/skor.

Alls eru 17 kvenkylfingar sem þátt taka í Egils Gull mótinu úti í Eyjum. Staða efstu 5 eftir 1. hring er eftirfarandi:

1 .-2. sæti            Signý Arnórsdóttir                              GK          75           5

Signý Arnórsdóttir, GK var í 1. sæti ásamt Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK eftir 1. hring Egils Gull mótsins. Mynd: Golf 1

1 -2.. sæti            Guðrún Brá Björgvinsdóttir             GK          75           5

3. -4.sæti             Sunna Víðisdóttir                              GR          77           7

3.-4. sæti            Ólafía Þórunn Kristinsdóttir          GR          77           7

5. sæti                 Berglind Björnsdóttir                        GR          78           8