Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 01:15

GK: Gísli Sveinbergs fór holu í höggi tvo daga í röð

Gísli Sveinbergsson, GK, núverandi Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri náði þeim frábæra árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Korpúlfstaðavelli fimmtudaginn 7. júní s.l., sem er kannski ekki í frásögu færandi nema að hann bætti svo um betur og náði þeim ótrúlega árangri að fara holu í höggi á 16. holu á Hvaleyrarvelli í gærkvöldi, sem þýðir að hann fór holu í höggi tvo daga í röð. Að vísu var um annan bolta af teig að ræða og því telst höggið ekki gilt,  en engu síður glæsilegur árangur hjá Gísla!!!

Gísli undirbýr sig þessa dagana fyrir að taka þátt í sínu fyrsta móti á alþjóðlegum vettvangi. Hann var valinn til að spila fyrir Íslands hönd á Junior Open sem haldið er af R&A, sem er eitt virtasta golfmót sem haldið er fyrir unglinga í heiminum.

Golf 1 óskar Gísla innilega til hamingju með draumahöggin tvö og með að hafa verið valinn til að spila á Junior Open!!!

Ljóst er að í Gísla, sem stundað hefir æfingar af kappi í vetur, er mikill framtíðarkylfingur á ferð.  Sjá má nýlegt viðtal, sem Golf 1 átti við þennan unga, frábæra kylfing með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Byggt á frétt á www.keilir.is