Sunna Víðisdóttir setti nýtt vallarmet í Vestmannaeyjum – 67 högg af bláum! – Viðtal
Sunna Víðisdóttir, GR, efnilegasti kylfingur ársins 2011, varð í 2. sæti á Egils Gull mótinu, 2. móti á Eimskipsmótaröðinni í Vestmannaeyjum nú um helgina. Hún spilaði lokahringinn á 3 undir pari og var sú eina í kvennaflokki, sem átti hring undir pari á Vestmannaeyjavelli í mótinu . Alls spilaði Sunna á 12 yfir pari, 222 höggum (77 78 67). Lokahringurinn var sérlega glæsilegur 67 högg, þar sem Sunna fékk m.a. fugl á erfiðu 17. holu Vestmannaeyjavallar. Skorið á lokahringnum var jafnframt, vallarmet en Sunna bætti 9 ára vallarmet klúbbfélaga síns, Ragnhildar Sigurðardóttur, um 1 högg. Golf 1 tók eftirfarandi viðtal við Sunnu: Golf 1: Var markmiðið þitt að bæta vallarmetið á Lesa meira
Lið Breta & Íra vann Curtis Cup
Lið Breta & Íra sigraði í liðakeppni áhugakvenkylfinga, Curtis Cup nú um helgina með 10 1/2 vinningi gegn 9 1/2 vinningi bandaríska liðsins. Í fyrsta sinn í sögu golfíþróttarinnar eru því allir helstu titlar í aðalliðakeppnum atvinnumanna og áhugamanna í golfíþróttinni í höndum Bretlands & Írlands eða Evrópu. Ekki einn bikar í Bandaríkjunum!!! Sigur bresku&írsku stúlknanna í Curtis Cup var sérlega glæsilegur því þær þurftu að vinna 5 af 8 í tvímenningsleikjunum á sunnudaginn. Það var Stephanie Meadow sem færði liði Breta&Íra úrslitastigið í lokin með því að hafa betur gegn bandarísku stúlkunni Amy Anderson. Í Evrópu eru því bikarar Curtis og Walker Cup auk Ryder bikarsins og Solheim bikarsins. Lesa meira
Hlynur Geir efstur á stigalistanum – Viðtal
Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í karlaflokki nú þegar 2 mótum er lokið. Hann varð í 2. sæti, 1 höggi á eftir Þórði Rafni Gissurarsyni, sem sigraði á Egils Gull mótinu úti í Eyjum, nú um helgina. Hlynur Geir átti besta skorið 65 glæsihögg á mótinu, en hann fékk 6 fugla og 1 skolla. Í 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fór fram í Leirunni, Örninn Golfverslun varð Hlynur Geir í 3. sæti. Hlynur svaraði nokkrum spurningum Golf 1 : Golf 1: Þriðja sætið í Leirunni og 2. sætið núna – þú ert efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en samt… í fullu starfi sem framkvæmdastjóri og golfkennari – Lesa meira
Dustin Johnson fer á topp 10 á heimslistanum eftir sigurinn á FedEx St. Jude Classic
Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er nú kominn í 10. sætið á heimslistanum eftir að hafa sigrað á FedEx St. Jude Classic. Staða efstu 9 er óbreytt. Luke Donald er enn í 1. sæti; Rory McIlroy er í 2. sæti og Lee Westwood bifast ekki úr 3. sætinu þrátt fyrir sigur á Nordea Masters. Í 4. sæti er Tiger; í 5. sæti Bubba Watson; í 6. sæti Matt Kuchar; í 7. sæti Justin Rose; í 8. sæti Hunter Mahan og loks Jason Dufner í 9. sæti. Það að DJ færist upp í 10. sæti hefir í för með sér að allir þar á eftir færast niður um 1-2 sæti. Þannig er Martin Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni, líkt og systir hans Signý Arnórsdóttir, sem leiddi lengi vel nú um helgina í kvennaflokki á Egils Gull mótinu, 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar úti í Vestmannaeyjum; en þau systkinin tóku bæði þátt. Rúnar Arnórsson, GK ásamt holli sínu á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar nú um helgina á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum. F.v.: Andri Már Óskarsson, GHR, (t.v); Magnús Lárusson, GKJ (f.m) og Rúnar Arnórsson, GK (t.h.). Mynd: Golf 1 Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 Lesa meira
GKS: Jóhann Már og Rúnar Óli sigruðu í Vanur/Óvanur í boði Einars Ágústssonar & co.
Í gær, sunnudaginn 10. júní 2012, fór fram mótið Vanur/Óvanur í boði Einar Ágústson & Co, á Hólsvelli á Siglufirði. Vel var mætt í mótið, 24 kylfingar tóku þátt. Veður var gott, sól og norðan gola. Leiknar voru 9 holur með texas scramble fyrirkomulagi. Eftirfarandi lið urðu í efstu sætum: 1. sæti: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Rúnar Óli Hjaltason – 28 högg 2. sæti: Kári Freyr Hreinsson og Óðinn Freyr Rögnvaldsson – 32 högg 3. sæti: Ingvar Hreinsson og Birgir Ingimarsson – 32 högg 4. sæti: Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson og Grétar Bragi Hallgrímsson – 32 högg Heimild: www.gks.fjallabyggd.is
GR: Jón Andri Finnsson, Helgi Svanberg Ingason og Sigurjón Arnarson sigruðu á Opna Flugfélags Íslands mótinu í Grafarholtinu
Annað opna mót sumarsins á Grafarholtsvelli fór fram laugardaginn 9. júní, en rúmlega 118 kylfingar voru skráðir til leiks í Opna Flugfélag Íslands mótið. Leikfyrikomulag mótsins var punktakeppni. Leikið var í tveimur flokkum, flokki 0–8,4 og 8,5 og hærra. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Jón Andri Finnsson úr GR úr sigraði punktakeppnina í flokki 0-8,4 með 42 punkta. Í flokki 8,5 og hærra sigraði Helgi Svanberg Ingason GKG á 41 punkti. Í höggleik lék svo heimamaður Sigurjón Arnarsson GR best allra og kom inn á 71 höggi eða pari vallarins. Úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan. Punktakeppni = flokkur 0-8,4 1. Jón Andri Finnsson GR – Lesa meira
Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (3. hluti af 3 )
Nú er Wegmans LPGA Championship í ár lokið. Mótið var sérstakt fyrir þær sakir að það er fyrsta mótið þar sem sigurvegarinn er frá Kína. Það var líka fyrsta mótið, sem Shashan Feng vann á LPGA mótaröðinni – ekki oft sem fyrsta mótið sem vinnst á LPGA sé risamót! Reyndar hefir Wegmans aðeins verið 1. mót keppanda, sem vinnst á LPGA, í 7 tilvikum: Árið 1966 var Wegmans fyrsta mót Gloriu Ehret sem vannst á LPGA og það sama átti við um Söndru Post, 1968; Sherri Turner, 1988; Se Ri Pak, 1998; Yani Tseng, 2008; Önnu Nordqvist, 2009 og nú Shashan Feng, 2012. Wegmans LPGA Championship í ár, 2012, var líka fyrsta Lesa meira
LPGA: Shashan Feng vann fyrsta sigur sinn á LPGA á Wegmans risamótinu
Það var kínverski nýliðinn á LPGA í ár, Shashan Feng, sem sigraði á Wegmans LPGA Championship, risamótinu á Locust Hill CC, í Pittsford, New York. Shashan spilaði á samtals 6 undir pari, samtals 282 höggum (72 73 70 67). Feng átti frábæran lokahring upp á 67 högg, þar sem hún spilaði skollafrítt, fékk 5 fugla. Shashan Feng sagði eftir hringinn: „Ég er fyrst og fremst virkilega, virkilega ánægð að ég vann mótið. Ég get enn ekki trúað þessu. Ég hugsa að þessi vika eigi eftir að gefa mér mikið sjálfstraust. Ég trúi því nú að ég geti sigrað í framtíðinni. Og vonandi hjálpar sigurinn golfi í Kína, vegna þess að Lesa meira
DJ sigraði á FedEx St. Jude Classic – hápunktar og högg 4. dags
Bandaríkjamaðurinn DJ eða m.ö.o. Dustin Johnson sigraði á FedEx St. Jude Classic mótinu á TPC Southwind í Memphis, Tennessee seint í gærkvöldi. DJ var á samtals 9 undir pari, samtals 271 höggi (70 68 67 66). Á sigurhringnum í dag fékk DJ 5 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti var John Merrick, einu höggi á eftir DJ, þ.e. á 8 undir pari. Í 3. sæti varð síðan hópur 4 kylfinga Ryan Palmer, Nick O´Hern, Chad Cambpell og hinn 48 ára Davis Love III; allir á 7 undir pari, hver. Nr. 2 í heiminum, Rory McIlroy deildi 7. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum, sem allir voru á samtals 6 undir Lesa meira










