Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2012 | 08:00

Viðtal við Cheyenne Woods fyrir Wegmans mótið (3. hluti af 3 )

Nú er Wegmans LPGA Championship í ár lokið. Mótið var sérstakt fyrir þær sakir að það er fyrsta mótið þar sem sigurvegarinn er frá Kína. Það var líka fyrsta mótið, sem Shashan Feng vann á LPGA mótaröðinni – ekki oft sem fyrsta mótið sem vinnst á LPGA sé risamót! Reyndar hefir Wegmans aðeins verið 1. mót keppanda, sem vinnst á LPGA, í 7 tilvikum: Árið 1966 var Wegmans fyrsta mót Gloriu Ehret sem vannst á LPGA og það sama átti við um  Söndru Post, 1968;  Sherri Turner, 1988; Se Ri Pak, 1998;  Yani Tseng, 2008; Önnu Nordqvist, 2009 og nú Shashan Feng, 2012.

Wegmans LPGA Championship í ár, 2012, var líka fyrsta mót sem Cheyenne Woods, frænka Tiger, spilaði á sem atvinnumaður. Því miður varð það ekki 1. mótið sem hún vann á LPGA, eins og 7 áðurnefndir kvenkylfingar gerðu.  Cheyenne komst ekki í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni (það munaði bara 3 höggum) og fer mótið líklegast bara í reynslubankann hjá henni.  Hér fer 3. og síðasti hluti spurninga sem blaðamenn lögðu fyrir Cheyenne Woods á blaðamannafundi, sem haldinn var fyrir Wegmans risamótið:

Sp.    Ertu stressuð?

CHEYENNE WOODS:  Stressuð að vera atvinnukylfingur?  Já.

Sp.    Í dag í þessari (síðustu) viku?

CHEYENNE WOODS:  Ég er meira spennt en taugaóstyrk. Ég var hér (á Wegmans risamótinu) fyrir 2 árum þannig að mér finnst svolítið þægilegra að vera á sama velli og sjá sum af kunnuglegu andlitunum. Að þetta sé fyrsta mótið mitt sem atvinnumanns er svolítið taugatrekkjandi en það er spennandi líka.

Sp.    Gætir þú metið leik þinn fyrir okkur?  Hvað heldur þú að séu styrkleikar þínir og hvað heldur þú að þú verðir að vinna virkilega í?

CHEYENNE WOODS:  Ég myndi segja að boltaslátturinn sé eitthvað sem ég verð að vinna í. En sumt af styrkleikum mínum eru wedgar-nir og púttin hafa verið svolítið þétt. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig leikurinn minn verður (á Wegmans)  (Innskot: Cheyenne Woods spilaði á 75 79 og náði ekki niðurskurði á Wegmans risamótinu- það munaði 3 höggum)

Sp.   Ég las einhvers staðar að Earl (Woods) eldri hafi verið fyrsti þjálfarinn þinn. Hvað var til þess að þú byrjaði í golfi, var þetta bara fjölskyldusportið? Og hvað kenndi hann þér í upphafi um golfleikinn?

CHEYENNE WOODS:  Ég tók upp fyrstu kylfuna mína þegar ég var 2 ára í bílskúr afa og það var þar sem Tiger byrjaði. Afi ýtti mér ekki út í golfið, ég byrjaði sjálf og féll algerlega fyrir því. Hann var alltaf þarna til að leiðbeina mér í gegnum feril minn sem barns og unglings og hjálpaði öllum í fjölskyldunni; mér, mömmu minni og pabba hvernig væri að fara úr unglingagolfinu og yfir í háskólagolfið.

Sp.    Þú varst mjög nærri því að komast í gegnum lokaúrtökumótið fyrir US Open í fyrra. Mig minnir að aðeins hafi munað 1 höggi. Þú hafðir sterkan hvata til að spila í mótinu, var það mikill hvati að sjá hversu nálægt þú kæmist því að ná þeim markmiðum sem þú hafðir sett þér?

CHEYENNE WOODS:  Já, þetta var á 3. árinu mínu í háskóla og ég hafði verið að vinna virkilega vel og rétt missti af því að komast gegnum niðurskurð. Þannig að það sýndi mér að ég var nálægt marki mínu og nálægt því að komast þangað sem ég vildi vera. Ef ég held mig við vinnusiðferði mitt og held áfram að vinna eins mikið og ég get, kemst ég þangað fyrir rest og er þakklát að á þessu ári er ég hér.

Sp.    Lexi var hér og talaði um miðla á borð við Facebook og Twitter og hversu gaman henni fyndist að tengjast  við aðdáendur sína. Ég velti því fyrir mér hvort það sé flóknara fyrir þig þar sem þú berð ættarnafnið Woods eða heldur þú að þú munir vera á slíkum miðlum (ens. social media) þannig að þú getir beint tengst aðdáendum?

CHEYENNE WOODS:  Já mér finnst það gaman. Ég var með Twitter um tíma. Það er alltaf gaman að sjá aðdaendurna og hverjir það eru.  Nú þegar ég hef fengið meiri umfjöllun sé ég að það eru mun fleiri aðdáendur að tengjast.  Þannig að það hefir verið gaman. Og þetta er líka leið til þess að tengjast liðsfélögunum í háskóla og bekkjarsystkinum mínum í háskóla, þannig að þetta er frábært.

Sp.    Tiger, er augljóslega þekktur fyrir hversu andlega sterkur hann er. Þú er með meiri sólskinspersónuleika.  Hefir þú, svolítið af Tiger í þér?

CHEYENNE WOODS:  Já, ég held að ég hafi það. Ég er að reyna að hugsa. Þetta er ekki eins og þú getir stjórnað þessu. En ef ég er í taugatrekkjandi aðstæðum þá held ég alveg örugglega að ég geti spennt beltin og komið mér í gegn.

Sp.    Geturðu sagt okkur hvert planið er hjá þér á 1. ári þínu sem atvinnukylfings?  Hvaða leið ætlarðu að fara?

CHEYENNE WOODS:  Nú, ég mun augljóslega spila í þessari (síðustu) viku (á Wekmans) og síðan á US Open. Og svo er ég spennt að sjá… vonandi get ég spilað aðeins meira í sumar og er spennt að sjá hvaða mót ég kemst vonandi inn á. Og síðan er plaðið að fara í Q-school í september og fá kortið og sjá til hvernig það fer.

Sp.    Ertu með önnur boð frá styrktaraðilum í sumar?

CHEYENNE WOODS:  Nei, ekki enn.  En ég myndi elska að fá að spila eins mikið og hægt er í sumar.