LPGA: Shashan Feng vann fyrsta sigur sinn á LPGA á Wegmans risamótinu
Það var kínverski nýliðinn á LPGA í ár, Shashan Feng, sem sigraði á Wegmans LPGA Championship, risamótinu á Locust Hill CC, í Pittsford, New York.
Shashan spilaði á samtals 6 undir pari, samtals 282 höggum (72 73 70 67). Feng átti frábæran lokahring upp á 67 högg, þar sem hún spilaði skollafrítt, fékk 5 fugla.
Shashan Feng sagði eftir hringinn: „Ég er fyrst og fremst virkilega, virkilega ánægð að ég vann mótið. Ég get enn ekki trúað þessu. Ég hugsa að þessi vika eigi eftir að gefa mér mikið sjálfstraust. Ég trúi því nú að ég geti sigrað í framtíðinni. Og vonandi hjálpar sigurinn golfi í Kína, vegna þess að ég vil vera LiNa golfsins (LiNa er tennisstjarna). Ég vil vera fyrirmynd fyrir unglinga, sem finnst þeir geti fetað í fótspor mín og komist á LPGA.“
Það var hópur 4 kylfinga sem var í 2. sæti, 2 höggum á eftir Feng, þ.á.m. „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen. Í 6. sæti voru 3 kylfingar sem spiluðu á samtals 3 undir pari, þ.á.m. bandaríski kylfingurinn Gerina Piller, en þetta er 2. topp-10 árangur hennar á 2 árum. Gerina er einkum þekkt fyrir að eiginmaður hennar, sem oft er kylfuberi hennar, spilar á PGA en þau eru einu hjónin sem stendur, sem spila samtímis á PGA og LPGA.
Í 9. sæti á samtals 2 undir pari voru Paula Creamer, Inbee Park og ítalski kylfingurinn Giulia Sergas og í 12. sæti,höggi á eftir Sandra Gal og Cristie Kerr.
Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti á Wegmans LPGA Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024