Jón Andri er uppáhaldskylfingur Ragnhildar 🙂
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2012 | 10:00

GR: Jón Andri Finnsson, Helgi Svanberg Ingason og Sigurjón Arnarson sigruðu á Opna Flugfélags Íslands mótinu í Grafarholtinu

Annað opna mót sumarsins á Grafarholtsvelli fór fram laugardaginn 9. júní, en rúmlega 118 kylfingar voru skráðir til leiks í Opna Flugfélag Íslands mótið. Leikfyrikomulag mótsins var punktakeppni. Leikið var í tveimur flokkum, flokki 0–8,4 og 8,5 og hærra. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor.

Jón Andri Finnsson úr GR úr sigraði punktakeppnina í flokki 0-8,4 með 42 punkta. Í flokki 8,5 og hærra sigraði Helgi Svanberg Ingason GKG á 41 punkti. Í höggleik lék svo heimamaður Sigurjón Arnarsson GR best allra og kom inn á 71 höggi eða pari vallarins.

Úrslit úr mótinu má sjá hér að neðan.

Punktakeppni = flokkur 0-8,4

1. Jón Andri Finnsson GR – 42 punktar
2. Óttar Helgi Einarsson GKG – 38 punktar
3. Dagur Jónasson NK – 37 punktar

Punktakeppni = flokkur 8,5 og hærra

1. Helgi Svanberg Ingason GKG – 41 punktur
2. Ragnar Þór Hannesson GKG – 40 punktar
3. Valur Guðnason NK – 39 punktar

Höggleikur:

1. Sigurjón Arnarsson GR – 71 högg

Nándarverðlaun:

2. braut – Haraldur Þór Gunnlausson GKj – 1,04m
6. braut – Sigurður Haukur Sigurz GR – 2,80m
11. braut – Gunnar Ingi Björsson GOB – 1,40m
17. braut – Óttar Helgi Einarsson GKG – 3,02m

Heimild: www.grgolf.is