Golfskáli Golfklúbbs Siglufjarðar að Hóli. Að baki golfskálanum er ein 2. brautin sem er ein sérstakasta braut sem Guðmundur hefir spilað Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2012 | 11:00

GKS: Jóhann Már og Rúnar Óli sigruðu í Vanur/Óvanur í boði Einars Ágústssonar & co.

Í gær, sunnudaginn 10. júní 2012, fór fram mótið Vanur/Óvanur í boði Einar Ágústson & Co,  á Hólsvelli á Siglufirði.

Vel var mætt í mótið, 24 kylfingar tóku þátt.

Veður var gott, sól og norðan gola.

Leiknar voru 9 holur með texas scramble fyrirkomulagi.

Eftirfarandi lið urðu í efstu sætum:

1. sæti: Jóhann Már Sigurbjörnsson og Rúnar Óli Hjaltason – 28 högg

2. sæti: Kári Freyr Hreinsson og Óðinn Freyr Rögnvaldsson – 32 högg

3. sæti: Ingvar Hreinsson og Birgir Ingimarsson – 32 högg

4. sæti: Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson og Grétar Bragi Hallgrímsson – 32 högg

Heimild: www.gks.fjallabyggd.is